- Auglýsing -
- Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH var í gær úrskurðaður í eins leiks bann. Jakob Martin hlaut útilokun með skýrslu vegna gáleysislegrar aðgerðar í leik FH og KA í Olísdeild karla 31.mars, eins og það er orðað í úrskurði aganefndar.
- Úlfur Gunnar Kjartansson, ÍR, og Kristófer Ísak Bárðarson leikmaður HK sem einnig hlutu útilokun með skýrslu í viðureignum með liðum sínum á dögunum sleppa við leikbann að þessu sinni. Báðir eru minntir á stighækkandi áhrifum leikbanna. Úlfur Gunnar var reyndar úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrr á tímabilinu.
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK Skövde töpuðu í gærkvöld fyrir Ystads IF HF, 27:22, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik karla. Bjarni Ófeigur skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar. Næsti leikur liðanna verður í Skövde á föstudaginn. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tekur sæti í undanúrslitum. Ystads IF HF varð sænskur meistari á síðasta ári eftir mikla rimmu við Skövde í úrslitum.
- Ingibjørg Olsen leikmaður ÍBV skoraði þrjú mörk og Natasja Hammer leikmaður Hauka skoraði eitt mark þegar færeyska landsliðið vann finnska landsliðið í vináttulandsleik í Helsinki í gær, 35:25. Þetta var fyrri viðureign liða þjóðanna. Síðari viðureignin fer fram í dag.
- Montpellier komst í gær í kvöld í úrslit frönsku handknattleik karla með stórsigri á PSG, 33:20, í undaúrslitaleik. Yfirburðir Montpellier voru lygilega miklir í leiknum. Að loknum fyrri hálfleik var Montpellier með átta marka forskot, 16:8. Aðeins eitt stig skilur liðin að í tveimur efstu sætum frönsku 1. deildarinnar. Í kvöld mætast Íslendingaliðið Nantes og PAUC í hinni viðureign undanúrslita.
- Dagskráin: Allir leikir eru á áætlun – Valsliðið kom til Eyja í gærkvöld
- Molakaffi: Claar, Ómar, Alexander, Guðjón, Jacobsen, Martinovic,
- Fram er tveimur stigum á eftir FH – HK upp í 8. sæti – jafntefli í Krikanum – öruggt að Varmá
- Valsmenn hrósuðu sigri í KA-heimilinu
- ÍBV vann öruggan sigur í Fjölnishöll
- Auglýsing -