- Auglýsing -
- Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk í fjórða sigri Pick Szeged í ungversku úrvalsdeildinni í gær. Pick Szeged lagði þá Budai Farkasok-Rév á útivelli, 33:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.
- Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi One Veszprém þegar liðið vann FTC (Ferencváros), 42:30, í öðrum leik liðanna í ungversku úrvalsdeildinni í gær. Bence Nágy var markahæstur með sjö mörk hjá meisturunum og Hugo Descat var næstur með sex mörk.
- Katla María Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk úr vítaköstum í fjögurra marka sigri liðs hennar, Holstebro Håndbold, sem vann AGF Håndbold, 30:26, á útivelli í annarri umferð næst efstu deildar danska handknattleiksins í gær. Leikið var í Árósum. Holstebro Håndbold hefur unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í deildinni og Katla María tekið þátt í þeim báðum.
- Arnór Viðarsson og liðsfélagar í HF Karlskrona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum í sænsku bikarkeppninni í gær. Karlskrona vann Redbergslid, 33:31, í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum. Jafntefli var niðurstaðan úr fyrri viðureigninni á dögunum, 30:30. Arnór skoraði tvö mörk í leiknum í gær og lét einnig til sín taka í vörninni.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks þar sem íslenskir handknattleiksmenn koma við sögu er að finna hér.