- Auglýsing -
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk í sjö skotum og gaf þrjár stoðsendingar þegar lið hennar, Kristianstad HK, tapaði í gærkvöld á heimavelli fyrir IF Hallby HK, 36:30, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Berta Rut Harðardóttir var ekki í leikmannahópi Kristianstad HK sem situr í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með sex stig í eftir 10 leiki.
- Þýska landsliðskonan Meike Schmelzer hefur ákveðið að flytja heim í sumar og ganga til liðs við HSG Bensheim/Auerbach. Hún er á fjórða keppnistímabili sínu í Rúmeníu hjá HC Dunărea Brăila sem kom hingað haustið 2023 og lék við Íslandsmeistara Vals í forkeppni Evrópudeildarinnar.
- Eftir margra vikna vangaveltur í þýsku fjölmiðlum hefur verið staðfest að svissneski þjálfarinn Misha Kaufmann kveður þýska 1. deildarliðið ThSV Eisenach í sumar þegar keppnistímabilinu lýkur.
- Rúmt ár er síðan Kaufmann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Hann hefur þjálfað liðið um árabil og náð athyglisverðum árangri. Þegar Eisenach kom upp í efstu deild sumarið 2023 reiknuðu flestir með að liðið færi rakleitt niður. Önnur hefur orðið raunin. Kaufmann var í vetur orðaður við þjálfun hjá Stuttgart.
- Auglýsing -