- Auglýsing -
- Kristian Kjelling heldur áfram þjálfun norska úrvalsdeildarliðsins Drammen fram til ársins 2028. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning við félagið. Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson er annar tveggja markvarða Drammen-liðsins.
- Maik Machulla, sem vikið var úr starfi þjálfara Aalborg Håndbold í vetur eftir aðeins fjóra mánuði, tekur við þjálfun Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi í sumar þegar Sebastian Hinze lætur af störfum. Rhein-Neckar Löwen staðfesti ráðninguna til þriggja ára í morgun. Machulla er þrautreyndur þjálfari í þýsku 1. deildinni eftir að hafa þjálfað Flensburg um langt árabil, m.a. varð Flensburg þýskur meistari 2018 og 2019 undir stjórn Machulla.
- Orðrómur er uppi þess efnis að norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen gangi til liðs við Aalborg Håndbold næsta sumar. Sagosen kom til Kolstad í Þrándheimi 2023 frá THW Kiel en margt hefur farið á annan veg hjá Kolstad en ætlað var. Sagosen þekkir vel til í Álaborg. Hann lék með Aalborg Håndbold frá 2014 til 2017.
- Króatinn Domagoj Duvnjak hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við THW Kiel. Hann mun þar með leika sitt 12. tímabil með Kiel og það 17. alls í þýsku 1. deildinni. Duvnjak er fyrirliði Kiel og er afar vel liðinn á meðal stuðningsmanna félagsins enda sýnt því einstaka tryggð. Alls hefur hann leikið 510 leiki fyrir félagið og 1.515 mörk.
- Einnig hefur THW Kiel samið við línumanninn Hendrik Pekeler til eins ár í viðbót með mögulegu viðbótarári fram til ársins 2027. Pekeler hefur verið hjá Kiel í hálfan annan áratug.
- Johannes Bittier fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands lagði handknattleiksskóna á hilluna eftir jafnteflisleik HSV Hamburg við Flensburg á heimavelli í gær, 32:32. Bitter ætlaði að hætta í sumar. Vegna meiðsla markvarðar HSV Hamburg ákvað hann að brúa bilið fram að jólum. Bitter er einn farsælasti markvörður þýska handknattleiksins um langt árabil. Hann er sá síðasti úr sigurliði Þýskalands á HM 2007 sem hættir keppni.
- Auglýsing -