- Auglýsing -
- Jannik Kohlbacher línumaður Rhein-Neckar Löwen og þýska landsliðsins hefur skrifað undir nýjan samning við Rhein-Neckar Löwen. Nýi samningurinn gildir til ársins 2029. Kohlbacher, sem stendur á þrítugu, hefur verið hjá Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2018.
- Florian Kehrmann verður áfram þjálfari þýska handknattleiksliðsins Lemgo. Hann skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning sem gildir til loka leiktíðar sumarið 2027. Lemgo hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og eins á síðasta tímabili. Kehrmann lagði skóna á hilluna fyrir 11 árum og tók þá við þjálfun Lemgo en hann hafði áður leikið með liði félagsins frá 1999.
- Kehrmann var einn fremsti hægri hornamaður sinnar kynslóðar og lék alls 223 landsleiki fyrir Þýskaland frá 1997 til 2009 og var m.a. í sigurliði Þýskalands á HM 2007.
- Grikkinn Dimitris Dimitroulias hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Sádi Arabíu í karlaflokki. Dimitroulias hefur verið þjálfari Khaleej Club í Sádi Arabíu síðustu þrjú ár. Hans fyrsta starf með landsliðið verður undirbúningur og þátttaka í Samstöðuleikjum íslamsríkja í nóvember.
- Norski landsliðsmaðurinn Kent Robin Tønnesen hefur skrifað undir nýjan samning við Flensburg sem gildir fram á sumarið 2027. Ákvæði er í samningnum um möguleika á eins árs framlengingu.
- Auglýsing -