- Auglýsing -

Molakaffi: Kühn, Schmidt, á HM, Kopyshynskyi, Chrapkowski, Zhitnikov

- Auglýsing -
  • Þýski handknattleiksmaðurinn Julius Kühn er sagður hafa skrifað undir eins árs samning við gríska liðið AEK í Aþenu. Kühn, sem var í Evrópumeistaraliði Þýskalands fyrir níu árum, var laus undan samningi hjá Bietigheim í vor þegar liðið féll úr þýsku 1. deildinni. Síðan hefur hann leitað logandi ljósi að nýjum liði. Nú virðist sú leit vera á enda að sögn SportBild
  • Fyrir hjá AEK er þýski handknattleiksmaðurinn  Erik Schmidt. AEK tapaði fyrir Olympiakos í kapphlaupi um gríska meistaratitilinn í vor og var síðan dæmt til greiðslu hárrar sektar fyrir að neita að leika síðari úrslitaleikinn við RK Alkaloid í Evrópubikarkeppninni. Þar á ofan var liðið dæmt í tveggja ára bann frá þátttöku í Evrópukeppni félagsliða.
  • Bandaríska handknattleiksliðið California Eagles vann Grænlandsmeistara GSS Håndbold í úrslitaleik meistarakeppni Norður Ameríku og Karabíahafs í Los Angeles í gærkvöld. Þar með tryggði California Eagles sér sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fer í vetur í Kaíró.
  • Ihor Kopyshynskyi og félagar í úkraínska landsliðinu gekk illa í gær á fyrsta leikdegi Evrópumótsins í strandhandbolta. Þeir töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum, gegn Ungverjum og Norðmönnum, báðum í tveimur hrinum. Ihor skoraði 18 mörk í leikjunum tveimur en það dugði skammt. Úkraínumenn mæta Ítölum í morgunsárið í síðustu umferð riðlakeppninnar. 
  • Pólski handknattleiksmaðurinn, Piotr Chrapkowski, hefur á ný gengið til liðs við Evrópumeistara SC Magdeburg ári eftir að hann hætti að leika með liðinu. Að þessu verður Chrapkowski við störf í markaðsdeild félagsins. 
  • Handknattleiksmaðurinn Dmitry Zhitnikov hefur samið við ungverska liðið Tatabánya til eins árs. Hinn 35 gamli Zhitnikov þekkir vel til ungverska handknattleiksins eftir fjögurra ára veru hjá Pick Szeged, 2017 til 2021. Síðustu árin hefur Zhitnikov leikið með pólska meistaraliðinu Wisla Plock.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -