- Auglýsing -
- Sænska handknattleikskonan Anna Lagerquist leikur ekki fleiri leiki með sænska landsliðinu á heimsmeistaramótinu. Hún meiddist snemma í viðureign Svíþjóðar og Brasilíu í vikunni. Lagerquist hefur kvatt liðsfélaga sína og haldið til Ungverjalands til skoðunar hjá lækni Evrópumeistaranna Györ en hún er samningsbundin félaginu.
- Hugsanlegt er að franska handknattleikskonan Meline Nocandy taki ekki þátt í fleiri leikjum með heimsmeisturum Frakklands á HM. Hún fór af leikvelli meidd í viðureign Frakklands og Póllands á þriðjudagskvöld og virtist þjáð. Sé Nocandy úr leik vex vandi Sebastien Gardillou landsliðsþjálfara Frakklands til muna en nokkrir sterkir leikmenn gátu ekki gefið kost á sér fyrir mótið vegna meiðsla og af öðrum ástæðum.
- Niklas Landin er í 35 manna hópi danska landsliðsins flestum að óvörum. Landin kvaddi danska landsliðið eftir HM í upphafi ársins. Hann hefur hins vegar lofað að vera til taks ef skakkaföll verða á meðal markvarða danska landsliðsins fyrir Evrópumót í janúar eða ef meiðsli koma upp á meðan mótið fer fram. EM karla verður haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -




