- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lindberg, hækkaður aldur dómara, Andersen, Jørgensen, áhugi

Danski handknattleiksmaðurinn Hans Lindberg. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Hinn þrautreyndi danski handknattleiksmaður, Hans Lindberg, hefur dregið sig út úr danska landsliðinu sem býr sig undir þátttöku í handknattleikskeppni Ólympíuleikana í sumar. Að sögn Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfara tók Lindberg spiluðu persónulegar ástæður inn í ákvörðun Lindbergs. Líklegt má telja að dagar Lindbergs með landsliðinu séu að verða taldir. Hann flytur heim í sumar, gengur til liðs við félag í næst efstu deild, og er þar að auki kominn inn á fimmtugsaldir. Til viðbótar eru Danir ekkert á flæðiskeri staddir með hægri hornamenn frekar en handknattleiksmenn í öðrum stöðum á leikvellinum þegar kemur að landsliðinu.
  • Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur hækkað aldurshámark dómara í alþjóðlegri keppni úr 50 árum upp í 55 ár. Þykir breytingin vera í anda nýrra tíma en metnaður ríkir ekki síður á meðal dómara en leikmanna að halda sér í góðu formi fram eftir aldri. Breyting, sem samþykkt var á framkvæmdastjórnarfundi EHF í Ósló á föstudaginn tekur gildi í sumar.  Víða er ekkert aldurshámark á dómurum í deildarkeppni einstakra landa, m.a. á Íslandi og í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið. 
  • Fredericia Håndboldklub, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, hefur samið við danska handknattleiksmanninn Mads Kjeldgaard Andersen. Hann kemur til félagsins eftir ársdvöl hjá þýska liðinu Bergischer HC.  Áður en Andersen fór til Þýskalands fyrir ári hafði hann gert það gott með danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro-Silkeborg. Skoraði hann m.a. 200 mörk og átti 117 stoðsendingar leiktíðina 2022/2023.
  • Danska landsliðskonan Kristina Jørgensen hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Evrópumeistara Györi Audi ETO KC eftir tvö ár hjá franska meistaraliðinu Metz Handball.
  • Aðgöngumiðar á vináttuleik Hollendinga og Suður Kóreu í handknattleik kvenna sem fram fer í Rotterdam Ahoy 18. júlí voru rifnir út á fáeinum klukkutímum eftir að opnað var fyrir miðasölu. Mikil eftirvænting ríkir vegna þátttöku hollenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í sumar en leikurinn fer fram rúmri viku fyrir fyrsta leik hollenska landsliðsins á leikunum. 
  • Hollendingar verða í riðli með Frökkum, Ungverjum, Brasilíukonum, Spánverjum og Afríkumeisturum Angóla í riðli á Ólympíuleikunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -