- Auglýsing -
- Hinn þrautreyndi ungverski markvörður, Roland Mikler, leikur áfram með Pick Szeged næsta árið. Hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samning. Mikler hefur verið hjá Pick Szeged í fimm ár en hann var einnig með liði félagsins frá 2010 til 2014. Frá 2014 til 2019 lék Mikler með höfuðandstæðingi, Pick Szeged, liði Telekom Veszprém. Mikler, sem leikið hefur 204 landsleiki, verður fertugur í september.
- Serbneski handknattleiksmaðurinn Petar Nenadić hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 37 ára gamall. Hann lék síðast með Khaleej Club í Sádi Arabíu en lék með mörgum bestu félagsliðum Evrópu á blómaskeiði sínu. Má þar m.a. nefna Barcelona, Pick Szeged, Telekom Veszprém, PSG og Wisla Plock.
- Simon Sørensen tekur alfarið við þjálfun karlaliðs Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku en hann var ráðinn tímabundið í apríl eftir að Patrick Westerholm var leystur frá störfum. Sørensen var aðstoðarþjálfari Westerholm. Sørensen skrifaði í gær undir þriggja ára samning. Þetta verður frumraun hans sem aðalþjálfara í dönsku úrvalsdeildinni.
- Bjerringbro/Silkeborg er einn af stærri handknattleiksliðum Danmerkur í karlaflokki. Sørensen lætur af störfum sem þjálfari U20 ára landsliðs Danmerkur eftir Evrópumótið í Celje í Slóveníu en því lýkur 21. júlí.
- Sænski handknattleiksmaðurinn William Bogojevic, sem leikið hefur með Bjerringbro/Silkeborg undanfarin fjögur ár hefur kvatt liðið og skrifað undir tveggja ára samning við Pick Szeged og verður samherji Janusar Daða Smárasonar á næsta keppnistímabili.
- Slóveninn Uros Bregar sem þjálfari kvennalandsliðs Serbíu verður aðstoðarþjálfari Evrópumeistara Györi á næsta keppnistímabili. Bregar kom inn tímabundið sem aðstoðarþjálfari í vor þegar Per Johansson tók við þjálfun Györi. Samstarf þeirra bar svo góðan árangur að báðir halda sínu striki á næsta keppnistímabili.
- Auglýsing -