- Auglýsing -
- Matthias Musche leikur ekki með SC Magdeburg næstu mánuði. Hann reif hásin snemma leiks Magdeburg og Veszprém í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Musche er enn einn leikmaður liðsins sem verður fyrir alvarlegum og langvarandi meiðslum á leiktíðinni.
- Franski markvörðurinn Vincent Gerard, sem samdi á dögunum til skamms tíma við Barcelona, var ekki gjaldgengur með liðinu í gær gegn Pick Szeged í fyrri umferð átta liða úrslita Meistaradeildarinnar. Tilkynning spænska handknattleikssambandsins til Handknattleikssambands Evrópu féll á milli stafs og hurðar með þeim afleiðingum að Gerard mátti ekki vera í leikmannahópi Evrópumeistaranna að þessu sinni. Gerard var ekki síst fenginn til Barcelona vegna þátttökunnar í Meistaradeildinni.
- Franski landsliðsmaðurinn Yanis Lenne sem vakti töluverða athygli á heimsmeistaramótinu í Króatíu í janúar gengur til liðs við One Veszprém í sumar. Lenne varð fyrir því óláni um síðustu helgi að slíta hásin og verður þar af leiðandi frá keppni fyrstu vikurnar með nýja liðinu í haust. Lenne hefur leikið með Montpellier í Frakklandi síðustu árin.
- Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Frade hefur skrifað undir nýja fjögurra ára samning við Barcelona. Frade hefur verið hjá Katalóníuliðinu frá 2020 er hann kom frá Sporting Lissabon.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -