- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Myrhol, Krumbholz, Lindberg, Landin, Hansen, Gidsel

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Einn dáðasti handknattleiksmaður Noregs í seinni tíð, Bjarte Myrhol, hefur tekið við þjálfun Runar Sandefjord í Noregi. Myrhol lagði keppnisskóna á hilluna fyrir þremur árum eftir langan og góðan feril, lengst af í Danmörku og Þýskalandi.  
  • Ekki er alveg víst að Olivier Krumbholz, sem þjálfað hefur franska kvennaliðið í handknattleik frá 1998 til dagsins í dag með þriggja ára undantekningu frá 2013 til 2016, hafi stýrt landsliðinu í síðasta sinn í úrslitaleiknum við Noreg á Ólympíuleikunum á síðasta laugardag. Krumbholz er með tilboð frá franska handknattleikssambandinu um að halda áfram, a.m.k. fram yfir Evrópumótið sem fram fer undir lok þessa árs. Krumbholz útilokaði ekki á blaðamannafundi um helgina að hann endurskoðaði hug sinn til þess að láta af störfum. „Fyrst ætla ég að ræða leikmenn. Að því loknu skulum við sjá til,“ sagði Krumbholz sem er 66 ára gamall.
  • Annar  gamall refur á handknattleiksvellinum, Hans Lindberg, útilokar ekki að leika áfram með danska landsliðinu þótt hann hafi flutt heim til Danmerkur eftir 16 ár í Þýskalandi. Lindberg, sem er 43 ára gamall, segir það vera í höndum Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfara hvort hann taki þátt í fleiri. Ef Jacobsen telur sig hafa þörf fyrir mig með landsliðinu mun ég íhuga það, sagði Lindberg eftir að hann vann gullverðlaun með danska landsliðinu á Ólympíuleiknum á sunnudaginn.
  • Lindberg ætlar að leika með HØJ í næsta efstu deild danska handknattleiksins á komandi leiktíð.
  • Lindberg, sem er af íslensku bergi brotinn, hefur nú orðið Ólympíu-, heims-, og Evrópumeistari með danska landsliðinu auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu með HSV Hamburg fyrir um áratug.  Niklas Landin markvörður danska landsliðsins sem lék sinn síðasta landsleik á sunnudaginn hefur einnig unnið sömu fjögur stórmót á ferlinum. Mikkel Hansen hætti hinsvegar án þess að hafa unnið Meistaradeild Evrópu. 
  • Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel var í úrvalsliðið stórmóts í handknattleik í sjötta sinn eftir Ólympíuleikana á sunnudaginn. Aðeins einn handknattleiksmaður hefur áður verið valinn í úrvalslið sex stórmóta í röð. Sá heitir Ivano Balic.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -