- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Aron, Bjarki, Tumi, Guðmundur, Einar, Ýmir, Arnór, Viktor

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk fyrir Kadetten í gær. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum, í 14 marka sigri Kadetten Schaffhausen á RTV 1879 Basel, 41:27, í svissnesku A-deildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Leikið var í Schaffhausen. 
  • Óðinn Þór var fullkomna skotnýtingu í leiknum, átta skot, átta mörk. Hann var markahæstur leikmanna Kadetten ásamt Medi Ben Romdhane. Kadetten er efst í A-deildinni með 26 stig að loknum 14 leikjum. 
  • Hvorki Aron PálmarssonBjarki Már Elísson voru á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Veszprém í 25 marka sigri, 52:27, á NEKA í 10. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli. Báðir stóðu í ströngu með Veszprém í sigri á Wisla Plock í Meistaradeildinni á fimmtudagskvöldið. Veszprém og Pick Szeged eru efst og jöfn í ungversku deildinni með 18 stig hvort eftir 10 umferðir. 
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Alpla Hard í sigri á Bregenz í grannaslag í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 23:22.  Hard, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar,  færðist upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum með 16 stig eftir 11 leiki. Krems er efst sem fyrr með 17 stig og á leik til góða við Füchse sem fram fer á miðvikudaginn.
  • Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, tapaði fyrir efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar í gær, 30:27. Leikið var á heimavelli GOG, Phønix Tag Arena. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði einu sinni fyrir Fredericia HK í þremur tilraunum. Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópi liðsins.  Norski landsliðsmaðurinn Tobias Grøndal var markahæstur hjá GOG með sjö mörk. 
  • Fredericia HK er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki, er fjórum stigum á eftir GOG sem trónir á toppnum. Aalborg er þar á milli með 19 stig eftir sigur á SønderjyskE í gær, 34:32. 
  • Ýmir Örn Gíslason fyrirliði Göppingen skoraði fjögur mörk og var í tvígang vísað af leikvelli þegar liðið tapaði á heimavelli í gærkvöld fyrir Rhein-Neckar Löwen, 36:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hornamaðurinn Marcel Schiller var markahæstur hjá Göppingen með sjö mörk. Liðið er í 15. sæti af 18 liðum deildarinnar með sex stig að loknum 11 leikjum.  
  • Ivan Martinovic fór mikinn í liði Rhein-Neckar Löwen. Hann skoraði 16 mörk, tvö þeirra úr vítaköstum og geigaði aðeins á einu skoti. Arnór Snær Óskarsson var í leikmannahópi Rhein-Neckar Löwen. Rhein-Neckar Löwen situr í sjötta sæti. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson var ekki í leikmannahópi ORLEN Wisła Płock í 11 marka sigri á Śląsk Wrocław í Wrocław í gær, 32:21. Wisła Płock er með fullt hús stiga eftir 12 leiki.
  • Stöðuna í pólsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -