- Auglýsing -
- Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik skoraði þrisvar sinnum þegar svissnesku meistararnir Kadetten Schaffhausen unnu þýska 2. deildarliðið HSG Konstanz, 36:28, í æfingaleik í gær. Um var að ræða fyrsta æfingaleik svissneska meistaraliðsins sem verið hefur við æfingar síðan um miðjan júlí.
- Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach var með leikmenn sína í æfingaleikjum í gær og í fyrradag. Fyrri viðureignin var gegn Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann. Gummersbach hafði betur, 32:27, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13. Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu eitt mark hvor í leiknum.
- Í gær vann Gummersbach liðsmenn Tusem Essen, 40:29. Elliði Snær var markahæstur Gummersbach-manna með sex mörk ásamt Julian Köster. Teitur Örn skoraði þrisvar.
- Haukur Þrastarson hóf leikinn með Rhein-Neckar Löwen í gær þegar liðið mætti Frakklandsmeisturum PSG í æfingaleik í SNP Dome í Heidelberg í gær að viðstöddum 3.500 áhorfendum. PSG vann leikinn 28:26. Fátæklegar upplýsingar er að fá um markaskorara leiksins eða stoðsendingar.
- Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í FC Porto gerðu jafntefli við rúmensku meistarana Dinamo Búkarest, 28:28, í æfingaleik í fyrradag.
- Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson fjögur í afar öruggum sigri SC Magdeburg á Hannover-Burgdorf í æfingaleik í fyrradag, 30:21. Ómar Ingi Magnússon tók ekki þátt í leiknum vegna lítilsháttar meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik við Fredericia HK fyrr í vikunni.
- Þetta var fyrsti leikur Gísla Þorgeirs með Magdeburg á undirbúningstímabilinu.
- Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf verða að setjats yfir frammistöðuna í leiknum sem þótti ekki góð.
- Auglýsing -