- Auglýsing -
- Frír aðgangur verður á fyrsta heimaleik Skanderborg AGF í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla á sunnudaginn gegn Mors-Thy. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með Skanderborg AGF. Helsti styrktaraðili Skanderborg AGF, Djurslands Bank, hefur keypt allan aðgöngumiðana á leikinn.
- Portúgalski handknattleiksmaðurinn André Gomes bindur bagga ekki sömu hnútum og samferðamennirnir þegar kemur að samningum við félagslið. Eftir veru sína hjá MT Melsungen sumarið 2023 samdi Gomes við Al Sara í Sádi Arabíu. Þaðan lá leið hans til Dinamo Búkarest í eitt ár. Í sumar verður stefnan tekin til Japans en Gomes hefur samið við lið sem ber það skemmtilega heiti Brave Kings í landi rísandi sólar.
- Jota Gonzalez þjálfari Benfica í Portúgal hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Pólverja í handknattleik karla. Samningur hans við pólska sambandið er til næstu þriggja ára. Gonzalez á að rífa pólska landsliðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í um árabil. Marcin Lijewski varð að taka pokanna sinn eftir HM í janúar þrátt fyrir sigur í keppninni um forsetabikarinn.
- Uppselt er á viðureign GOG og Flensburg í átta liða úrslitum Evrópudeildar karla á þriðjudaginn eftir viku. GOG hefur tilkynnt að allir aðgöngumiðarnir á leikinn, sem fram fer í Arena Svendborg, hafi verið rifnir út.
- Þjálfari franska meistaraliðsins Metz, Emmanuel Mayonnade, hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið. Mayonnade hefur verið þjálfari Metz síðustu 10 ár. Hann var einnig um skeið þjálfari hollenska kvennalandsliðsins samhliða starfinu hjá Metz. M.a. varð hollenska landsliðið heimsmeistari 2019 undir stjórn Mayonnade.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -