- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Olsen, Gidsel, Reistad, Uscins, Simon, Persson, Skuru IK

Morten Olsen í leik með danska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Danski handknattleiksmaðurinn Morten Olsen hefur ákveðið að hætta í lok leiktíðar og setja handboltaskóna á hilluna. Að þessu sinni verður ákvörðun hans ekki breytt. Olsen ætlaði að hætta fyrir tveimur árum og taka við þjálfun TMS Ringsted en endurskoðaði ákvörðun sína og samdi til tveggja ára við Bjerringbro-Silkeborg.
  • Olsen, sem stendur á fertugu, var um árabil í danska landsliðinu og lék m.a. stórt hlutverk þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari 2016 undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar
  • Daninn Mathias Gidsel og norska handknattleikskona Henny Reistad voru valin handknattleiksfólk ársins 2024 hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF. Reistad hreppti hnossið annað árið í röð. 
  • Þjóðverjinn Renars Uscins og Ungverjinn Petra Simon voru valin leikmenn ársins hjá IHF úr flokki yngri leikmanna. IHF tilkynnti val sitt á mánudaginn en gerði ekkert of mikið úr því frekar en stundum áður.
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Linus Persson gengur til liðs við FC Porto í sumar eftir nokkurra ára veru hjá GOG í Danmörku. Landi Persson, Magnus Andersson, þjálfar FC Porto. 
  • Aldís Ásta Heimisdóttir og samherjar í Skara HF mæta Skuru IK í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Skuru vann VästeråsIrsta þrisvar sinnum en tapaði einu sinni. Þriðju viðureignina vann Skuru IK í gær. Nokkrir dagar eru liðnir síðan Aldís Ásta og Skara tryggðu sér sæti í undanúrslitum með þremur sigrum á Kristianstad HK. Undanúrslitin hefjast um miðjan mánuðinn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -