- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Stiven, Haukur, Óðinn, Hákon, Dagur, Hafþór, Ásgeir, Halldór

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson heldur áfram að gera það gott með portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon. Í gær skoraði hann fimm mörk í sex skotum í sigri Sporting í heimsókn á eyjuna Madeira þar sem leikið var við heimaliðið sem ber nafn eyjunnar í Atlantshafinu. Sjávarloftið fór vel í leikmenn beggja liða sem skoruðu mörg mörk, lokatölur 40:36, fyrir Sporting. 
  • Stiven Tobar Valencia lék ekki með Benfica vegna meiðsla þegar Benfica lagði FC Gaia, 34:25, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Þetta var annar leikurinn í röð sem Stiven missir af.  Benfica er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Porto og Sporting sem hafa ekki tapað stigi til þessa. 
  • Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk, eftir því sem næst verður komist, þegar Kielce vann stórsigur á MKS Piotrkowianin, 45:26, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Leikið var á heimavelli MKS Piotrkowianin. Kielce og Wisla Plock hafa yfirburði í deildinni eins og áður. Hvort lið hefur fullt hús stiga að loknum sex umferðum. 
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, í sigurleik Kadetten Schaffhausen á HC Kriens í svissnesku A-deildinni í handknattleik karla í gær, 30:29. Kadetten er efst í deildinni með níu stig eftir fimm leiki og er eina taplausa liðið. 
  • Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki marki fyrir Eintracht Hagen í gær þegar liðið sótti TV Großwallstadt heim og tapaði með fjögurra marka mun, 30:26, í 2. deild þýska handknattleiksins. Hagen er í 16. sæti af 18 liðum eftir fjórar umferðir með tvö stig. 
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad, bæði úr vítaköstum, þegar liðið steinlá í heimsókn til Runar í Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 36:30. Kolstad er þar með í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur tapað þremur stigum til þessa en til samanburðar tapaði Kolstad tveimur stigum allt tímabilið í fyrra. 
  • Elverum er efst með átta stig eftir fjóra leiki í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki. Róbert Sigurðarson og félagar í Drammen fylgja fast á eftir með sjö stig. Drammen lék ekki í gær.
  • Dagur Gautason skoraði fimm mörk, eitt þeirra úr vítakasti, þegar Arendal vann Kristiansand  með 10 marka mun á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í gær, 35:25. Annar Akureyringur, Hafþór Már Vignisson, skoraði tvö mörk fyrir Arendal. Svo virðist sem þriðji Íslendingurinn sé um borð hjá Arendal en Árni Bergur Sigurbergsson var á leikskýrslu í gær. Hann skoraði reyndar ekki.
  • ØIF Arendal  stendur jafnt Kolstad í þriðja til fjórða sæti með fimm stig eftir fjórar umferðir. 
  • Ásgeir Snær Vignisson skoraði þrisvar sinnum fyrir Fjellhammer sem tapaði, 38:34, fyrir Sandnes á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í gær. Fjellhammerliðinu hefur enn sem komið er ekki vegnað eins vel og vonast var eftir. Liðið situr í 12. sæti af 14 með 3 stig eftir fjóra leiki. 
  • Nordsjælland, liðið sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla, tapaði á heimavelli fyrir Mors-Thy, 28:26, í fimmtu umferð. Nordsjælland rekur lestina í deildinni ásamt Ringsted með tvö stig. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -