- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Stiven, Þorsteinn, Tumi, Bjarki, Aron, Janus, Óðinn

Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður og leikmaður Sporting er kominn í átta liða úrslit í portúgölsku bikarkeppninni. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark þegar Sporting Lissabon vann Benfica, 41:36, í 16-liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk fyrir Benfica. 
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson var ekki í leikmannahópi FC Porto þegar liðið vann CD Sao Bernardo, 42:23, á útivelli í 16-liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í gær. Margir af öflugri leikmönnum Porto sátu yfir í gær, fengu að safna kröftum fyrir fyrri viðureignina gegn Fenix Toulouse í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn.  
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði sex mörk þegar Alpla Hard vann HC FIVERS WAT Margareten, 37:31, í átta liða úrslitum austurrísku bikarkeppninni í handknattleik í gær. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard sem á sæti í undanúrslitum ásamt BT Füchseroomz JAGS Vöslau og Sparkasse Schwaz Handball Tirol.
  • Bjarki Már Elísson var markahæstur leikmanna One Veszprém þegar þeir unnu ETO University Handball Team (Györ), 44:33, á heimavelli í 19. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Bjarki Már skoraði sjö mörk. Aron Pálmarsson lék ekki með vegna meiðsla í kálfa sem hann hafa hrjáð um skeið. One Veszprém er efst í deildinni með 36 stig að loknum leikjunum 19. 
  • Janus Daði Smárason og liðsmenn Pick Szeged eru í öðru sæti ungversku 1. deildarinnar, tveimur stigum á eftir One Veszprém. Pick Szeged vann einnig auðveldan sigur á heimavelli í gær þegar Csurgói KK mætti í Pick Arena, 42:26. Janus Daði skoraði þrjú mörk. 
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen lagði Pfadi Winterthur, 34:30, á útivelli í svissnesku A-deildinni í gær. Kadetten er þar með komið á sigurbraut á nýjan leik eftir óvænt tap fyrir TSV St. Otmar St. Gallen í vikunni. Kadetten er lang efst í deildinni með 45 stig að loknum 25 leikjum, 13 stigum fyrir ofan HC Kriens-Luzern.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -