- Auglýsing -
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk í sex skotum þegar Sporting Lissabon vann Marítimo Madeira Andebol, 41:31, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Leikið var í Lissabon. Sporting er þar með eitt í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir 11 leiki.
- Án Þorsteins Leós Gunnarssonar tapaði FC Porto stigi á heimavelli í viðureign sinn við ABC de Braga, 32:32, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Porto er þar með í þriðja sæti deildarinnar, er á eftir Lissabon-liðunum, Sporting og Benfica.
- Varnarleikurinn sat á hakanum þegar Kolstad mætti Sandnes á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla á heimavelli. Skoruð voru 87 mörk. Kolstad vann, 47:30. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad og gaf níu stoðsendingar.
- Sigvaldi Björn Guðjónsson var í leikmannahópi Kolstad í fyrsta sinn síðan hann meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í Þýskalandi í lok október. Sigvaldi Björn skoraði ekki mark í gær. Hann átti tvær stoðsendingar.
- Sigurjón Guðmundsson stóð í marki Kolstad í stuttan tíma í leiknum og varði fjögur skot, 80%.
- Sveinn Jóhannsson var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Chambéry þegar liðið vann Cesson-Rennes, 29:27, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Leikið var í Chambéry. Sveinn og félagar eru í 6. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki. PSG er efst með 22 stig.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -



