-Auglýsing-

Molakaffi: Popović, Abramović, Roganovic, Heindahl, Edwige, Óli

- Auglýsing -
  • Bojana Popović aðstoðarþjálfari danska kvennalandsliðsins í handknattleik var í gær leyst frá störfum þjálfara hjá Budućnost, meistaraliði kvenna í Svartfjallalandi. Popović, sem er þekktasta handknattleikskona Svartfjallalands og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, hafði þjálfað Budućnost í rétt tæp fimm ár.
  • Við starfi Popovic tekur Zoran Abramović. Budućnost hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarin ár og m.a. var félagið nærri gjaldþrota sumarið 2024. Með góðra manna hjálp og talsverðum niðurskurði á leikmannahópnum tókst að bjarga félaginu. Árangurinn hefur hinsvegar ekki verið viðunandi til þessa. Þess vegna varð það niðurstaða stjórnenda Budućnost og Popovic að veita öðrum þjálfara tækifæri til að taka við keflinu. 
  • Þýska blaðið Bild segir að Gummersbach hafi haft betur í kapphlaupi við Barcelona um sænska ungstirnið Nikola Roganovic. Hann gangi til liðs við Gummersbach næsta sumar. Roganovic var valinn mikilvægasti leikmaður EM18 ára sumarið 2024 og var í úrvalsliði HM19 ára sem fram fór í ágúst í Egyptalandi. Roganovic leikur með Malmö. RT handball segir frá að Gummersbach greiði Malmö 40 þúsund evrur fyrir Roganovic, jafnvirði ríflega 2,8 milljóna kr.
  • Danska landsliðskonan Kathrine Heindahl hefur samið á nýjan leik við Esbjerg. Samningur hennar við félagið rann út í júní. Mánuði síðar fæddi Heindahl sitt fyrsta barn. Tveimur mánuðum síðar byrjaði hún að æfa aftur með Esbjerg og nú hefur Heindahl verið boðinn nýr samningur sem hún tók höndum tveim.
  • Beatrice Edwige fyrrverandi landsliðskona Frakklands og hefur skyndilega gengið til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Ikast. Hún var síðast hjá ungverska liðinu FTC (Ferencváros).
  • Færeyski handknattleiksmaðurinn Óli Mittún verður í liði GOG þegar það mætir Eurofarm Pelister í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Óli meiddist á öxl fyrir 10 dögum og var talið um skeið að hann yrði lengi frá keppni. Síðar kom í ljós að meiðslin væru ekki alvarleg og reiknað var með tveggja til þriggja vikna fjarveru sem nú hefur styst í 10 daga. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -