- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Reistad, Karabatic, Hornke, Dagur, Duvnjak

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Henny Reistad verður ekki með norska landsliðinu í dag þegar það mætir Danmörku í annarri umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikana. Reistad var einnig utan liðsins þegar Noregur tapaði fyrir Svíþjóð á fimmtudagskvöld. Hún meiddist á ökkla í æfingaleik snemma í þessum mánuði og hefur ekki jafnað sig. Leikur Noregs og Danmerkur verður m.a. sýndur beint á RÚV2 klukkan 14 í dag.
  • Nikola Karabatic lék sinn fertugasta handboltaleik á Ólympíuleikum í gærkvöld þegar franska landsliðið steinlá fyrir Dönum 37:29, í upphafsleik liðanna. “Sannarlega er ég vonsvikinn yfir að hafa ekki gert betur, ekki síst af því að við vorum á heimavelli og með marga stuðningsmenn okkar í stúkunni,” sagði Karabatic sem leggur skóna á hilluna eftir leikana.
  • Óvíst er með þátttöku hornamannsins Tim Hornke í næstu leikjum þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum. Hann fór meiddur af leikvelli eftir aðeins 55 sekúndur í viðureign Þýskalands og Svíþjóðar í gær. Þýskir fjölmiðlar höfðu eftir Alfreð Gíslasyni þjálfara að útlit væri fyrir að sin í ilinni hafi tognað. Hornke fer í ítarlega skoðun í dag.
  • „Ég er stoltur af báðum liðum,“ sagði Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfar Króatíu í samtali sem birtist á handball-world í gær eftir að króatíska landsliðið vann nauman sigur á japanska landsliðinu, 30:29, í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum. Dagur þjálfaði japanska landsliðið í sjö ár en sagði starfi sínu lausu í febrúar til að taka við króatíska landsliðinu.
  • Ivan Martinovic skoraði sigurmark Króata á síðustu sekúndu leiksins en nokkrum sekúndum áður hafði japanskur línumaður átt skot framhjá marki Króata. „Mínir menn voru taugaóstyrkir framan af leiks auk þess sem öflug mótspyrna Japana kom þeim í opna skjöldu,“ sagði Dagur ennfremur sem hrósaði fyrirliðanum Domagoj Duvnjak og þeim baráttuanda sem hann smitaði samherja sína af. Auk þess hafi 5/1 vörn orðið til þess að Króötum tókst að snúa við taflinu eftir að hafa verið sex mörkum undir á kafla.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -