- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Reitan, Grøndahl, Sagosen, Jeppsson, Danir og fleira

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Arnór Atlason þjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro hefur samið við norska handknattleiksmanninn Eskil Dahl Reitan frá Bergen. Reitan 24 ára gamall og getur leikið í skyttustöðunni hægra og vinstra megin auk þess að vera miðjumaður. Reitan er sagður hafa staðið sig afar vel í norsku úrvalsdeildinni í vetur, eftir því fram kemur í fregnum í Danmörku
  • Skarð er fyrir skildi hjá norska landsliðinu þegar það mætir heimsmeisturum Danmerkur í Stafangri í kvöld. Tobias Grøndahl og Sander Sagosen verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Leikurinn er liður í Evrópubikarkeppni landsliða sem Danir, Norðmenn, Svíar og Frakkar taka þátt í vegna þess að lið þjóðanna taka ekki þátt í undankeppni EM 2026. 
  • Danir stilla heldur ekki upp sínu allra öflugast liði. Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari gaf Mathias Gidsel, Lasse Andersson og Magnus Saugstrup frí frá leiknum í Stafangri.
  • Eftir fimm ára fjarveru frá sænska landsliðinu þá fær Simon Jeppsson tækifæri með landsliðinu á nýjan leik í kvöld þegar Svíar leika við Frakka í Evrópubikarkeppni landsliða. Jeppsson hefur farið á kostum með Kolstad á tímabilinu. Margir töldu hann vera komin á endastöð á ferli sínum þegar hann fór til Kolstad eftir að hafa ekki sýnt sitt besta á síðasta tímabili sínu í Þýskalandi. Annað hefur komið á daginn og nú hefur kappinn endurheimt sæti í sænska landsliðinu.
  • Vetle Rønningen, 26 ára gamall Norðmaður frá Bodø, hefur samið við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold. Rønningen er fyrst og fremst varnarmaður. Hann þarf ekki að fara langt með búslóðina í sumar því undanfarin tvö ár hefur Rønningen leikið með Skjern. 
  • Huggun harmi gegn fyrir Skjern er sú að Jonathan Würtz kemur aftur til félagsins í sumar að lokinni tveggja ára dvöl hjá Ribe-Esbjerg.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -