- Auglýsing -
- Reynir Stefánsson, varaformaður HSÍ, verður eftirlitsmaður á viðureign danska liðsins GOG og RK Gorenje Velenje í Phönix Tag Arena á Fjóni í kvöld. Leikurinn er liður í 5. umferð A-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla.
- Víðir Garði og Vængir Júpiters gerðu jafntefli, 35:35, í 2. deild karla í handknattleik í þéttskipuðu íþróttahúsinu í Garði í gærkvöld. Hvorugt liðanna var með stig fyrir viðureignina í Garðinum. Hart var tekist á um stigin en niðurstaðan var skiptur hlutur. Víðir var stigi yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:19.
- Telemachos Nakos var markahæstur hjá Víði með 13 mörk. Næstur var Orfeus Andreou þjálfari Víðisliðsins með níu mörk. Óli Fannar Pedersen var atkvæðamestur hjá Vængjum Júpiters. Hann skoraði 11 mörk. Goði Ingvar Sveinsson, fyrrverandi leikmaður Fjölnis, skoraði níu mörk.
- Áfram er uppi þrálátur orðrómur um að sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka gangi til liðs við Noregsmeistara Kolstad næsta sumar. Nokkuð er síðan að PSG tilkynnti að Palicka hverfi frá félaginu þegar samningur hans rennur út. Torbjørn Bergerud landsliðsmarkvörður Noregs og markvörður Kolstad hefur þegar samið við Wisla Plock eftir yfirstandandi leiktíð.
- Auglýsing -