- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Róbert, Ásgeir, Orri, Óðinn, Bjarki, Hákon, Tumi, Ólafur og co, Haukur, Hannes, Arnór

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
 • Róbert Sigurðarson og samherjar í Drammen halda sigurgöngu sinni áfram í norsku úrvalsdeildinni. Í gær sóttu þeir Bergen heim og unnu örugglega, 40:35. Róbert skoraði ekki mark en lék að vanda með í vörninni. Drammen hefur 13 stig eftir sjö umferðir, er þremur stigum á undan Elverum.
 • Hvorki gengur né rekur hjá Fjellhammer sem Ásgeir Snær Vignisson leikur með í norsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 2. september. Í gær lá Fjellhammer á heimavelli fyrir Haslum, 35:29. Ásgeir Snær skoraði tvö mörk og var einu sinni vikið af leikvelli. Fjellhammer situr í 12. sæti af 14 liðum norsku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig.
 • Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk í stórsigri Sporting Lissabon á Gaia í portúgölsku 1. deildinni í gær, 46:23. Sporting er áfram eitt og taplaust í efsta sæti eftir átta umferðir. Porto er skammt á eftir með sjö sigra og eitt jafntefli. Benfica er í þriðja sæti.
 • Óðinn Þór Ríkharðsson geigaði ekki á skoti í gær, sex mörk í sex tilraunum, í átta marka sigri Kadetten Schaffhausen, 39:31, á TSV St. Otmar St. Gallen í svissnesku A-deildinni í gær. Leikið var í Schaffhausen. Fjögur markanna skoraði Óðinn Þór úr vítaköstum. Kadetten er lang efst í deildinni með 19 stig eftir 10 leiki.
 • Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í öruggum sigri Telekom Veszprém á Dabas KC í ungversku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli í gær, 44:25. Telekom Veszprém er sem fyrr efst í deildinni með 14 stig að loknum sjö leikjum. Pick Szeged hefur 12 stig en hefur leikið sex leiki.
 • Hákon Daði Styrmisson skoraði níu mörk, þar tvö úr vítaköstum, í mikilvægum sigri Eintracht Hagen á Hüttenberg, 35:33, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Eyjamaðurinn var markahæstur hjá Hagen sem vann þarna sinn þriðja leik á tímabilinu og fluttist með honum upp í 14. sæti af 18 liðum.
 • Tumi Steinn Rúnarsson var í leikmannahópi Coburg þegar liðið vann stórsigur á Nordhorn á útivelli í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Tumi Steinn sem er nýkominn til baka eftir meiðsli skoraði ekki mark í leiknum. Coburg fór upp í 12. sæti með þessum góða sigri á Nordhorn sem er í 7. sæti.
 • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir HF Karlskrona gegn sínu gamla félagi, Kristianstad, í gær þegar HF Karlskrona tapaði í heimsókn til grannliðsins, 31:26. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði ekki mark fyrir HF Karlskrona. Þorgils Jón Svölu Baldursson tók ekki þátt í leiknum. Markvörðurinn Phil Döhler náði sér ekki á strik og varði aðeins eitt skot á þeim tíma sem hann stóð á milli stanganna hjá HF Karlskrona.
 • Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Kielce í öruggum sigri á Gwardia Opole, 37:23, á heimavelli í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Kielce er efst og með fullt hús stiga eftir níu leiki deildinni.
 • Hannes Jón Jónsson og leikmenn hans í Alpla Hard unnu Barnbach, 31:30, á útivelli í austurrísku 1. deildinni í gær. Hard er í öðru sæti deildarinnar með níu stig að loknum sex leikjum, stigi á eftir Füchse sem er efst.
 • Liðsmenn Arnórs Atlasonar hjá TTH Holstebro töpuðu í gær fyrir Mors-Thy, 30:26, í níundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Holstebro situr þar með í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir níu leiki. Mors náði með sigrinum að hafa sætaskipti við Fredericia og ná öðru sæti. Mors hefur 14 stig, Fredericia 13.
 • Stöðuna í mörgum deildum Evrópu er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -