- Auglýsing -
- Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporozhye, þar sem Roland Eradze er í þjálfarateymi, vann Handball Academy, 47:22, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í úkraínsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Liðin eigast við öðru sinni í kvöld.
- Sænski hornamaðurinn Jerry Tollbring yfirgefur Rhein-Neckar Löwen að keppnistímabilinu loknu og gengur til liðs við GOG í Danmörku og verður þar með samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar. Tollbring var með samning vð Rhein-Neckar Löwen til ársins 2023 en babb virðist hafa komið í bátinn.
- Þeir sem vilja tryggja sér miða á leiki Íslands á Evrópumeistaramótinu í Búdapest í janúar geta orðið sér út um þá nú þegar því miðasala er hafin á slóðinni http://tickets.eurohandball.com.
- Hermt er að hinn 32 ára gamli argentínski markvörður, Leonel Maciel, sé í viðræðum við Barcelona um að koma til félagsins í sumar og hlaupa í skarðið fyrir Danann, Kevin Möller, sem samið hefur við Flensburg. Maciel leikur nú með Incarlopsa Cuenca á Spáni.
- Króatíski landsliðsmaðurinn Zlatan Horvat hefur endurnýjað samning sinn við RK Metalurg til næstu tveggja ára. Þjálfari liðsins, Ivan Markovski, er enn bjartsýnni á framtíðina og samdi til þriggja ára.
- Auglýsing -