- Auglýsing -
- Norski markvörðurinn Kristian Saeverås gengur til liðs við Göppingen í sumar. Hann hefur verið markvörður SC DHfK Leipzig frá 2020 og lengst af annar markvörður norska landsliðsins. Saeverås er ekki í HM-hópnum að þessu sinni.
- Sænska landsliðskonan Nathalie Hagman hefur skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Győri ETO KC frá og með næsta keppnistímabili. Hagman hefur leikið með SCM Râmnicu Vâlcea í Rúmeníu frá sumrinu 2023. Hagman hefur undanfarin ár verið ein fremsta hægri hornakona Evrópu. Hún var m.a. markadrottning HM 2021 og úrvalsliði HM á síðasta ári.
- Hinn þekkti króatíski handknattleiksmaður Luka Stepancic gengur til liðs við Wisla Plock í upphafi árs eftir veru Al-Arab í Kúveit. Stepancic samdi til hálfs árs við pólsku meistarana. Hinn 34 ára gamli Stepancic hefur m.a. leikið með RK Zagreb, Paris Saint-Germain og Pick Szeged auk þess að leika með landsliði Króatíu um árabil.
- Zoran Ilic hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólsku meistarana, Wisla Plock. Samningurinn tekur gildi um mitt komandi ár. Ilic hefur leikið með HSV Hamburg frá sumrinu 2023. Hann segir það freista sín að fá tækifæri til þess að leika í Meistaradeild Evrópu með pólska liðinu. Slíkt tækifæri sé ekki fyrir hendi með Hamborgarliðinu.
- Spánverjinn Jorge Serrano hefur fengið nóg af verunni hjá Stuttgart. Hann flytur heim til Spánar í sumar og gengur til liðs við Atlético Valladolid hvaðan hann kom til Stuttgart sumarið 2022.
- Auglýsing -