- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Elín, Steinunn, Gauti, Knorr, Alfreð, Magueda

Sandra Erlingsdóttir leikmaður Tus Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Metzingen í fimm marka tapi fyrir Buxtehuder, 33:28, í þýsku 1. deildinni í gær. Leikið var á heimavelli Buxtehuder. Liðin eru jöfn að stigum, hafa 24 stig hvort, í sjötta og sjöunda sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði eitt skot, 9%, þann tíma sem hún stóð í marki Ringkøbing Håndbold í sigri á Horsens í fjórðu og síðustu umferð umspils dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Ringkøbing Håndbold vann leikinn með einu marki, 32:31, á útivelli. Ringkøbing Håndbold hafði nokkru fyrir leikinn tryggt sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni. Þetta var að öllum líkindum síðasti leikur Elínar Jónu fyrir Ringkøbing Håndbold en hún gengur til liðs við EH Aalborg í sumar.
  • Steinunn Hansdóttir skoraði ekki mark fyrir Skanderborg Håndbold í gær í sigri á Ajax í lokaumferð umspilskeppni neðstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar. Þar með er ljóst að Ajax mætir EH Aalborg úr næst efstu deild í allt að þriggja leikja einvígi um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fyrsta viðureignin fer fram 7. maí.
  • Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði sex mörk og var markahæstur ásamt Max Granlund í finnska landsliðinu í níu marka tapi fyrir norska landsliðinu, 32:23, í lokaumferð undankeppni EM karla í gær. Leikurinn fór fram í Gjövik. Finnar ráku lestina í öðrum riðli undankeppninnar með tvö stig í sex leikjum eins og Slóvakar. Finnar voru óheppnir að vinna ekki Serba á miðvikudaginn á heimavelli. Sigurinn hefði getað fleytt þeim langleiðina inn á EM.
  • Juri Knorr fór á kostum í þýska landsliðinu undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í gær þegar það vann spænska landsliðið í síðasta leik EHF-bikars landsliða karla þegar leikið var í Berlín. Knorr skoraði 13 mörk í 14 skotum og komu Spánverjar engum böndum yfir kappann. Johannes Golla var næstur með sex mörk. Fjórir leikmenn skoruðu fimm mörk hver fyrir spænska landsliðið, þar á meðal Jorge Magueda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -