- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sara Björg, Björgvin Páll, Tryggvi, Rød, Maqueda, Mensing

Sara Björg Davíðsdóttir og Björgvin Páll Rúnarsson. Mynd/Þorgils G
- Auglýsing -
  • Sara Björg Davíðsdóttir og Björgvin Páll Rúnarsson eru handboltafólk ársins hjá Fjölni. Þau fengu viðurkenningu af þessu tilefni í uppskeruhófi félagsins í fyrrakvöld þar sem afreksfólki innan deilda félagsins voru veittar viðurkenningar fyrir árangur sinn á árinu sem brátt er á enda runnið. 
  • Tryggvi Þórisson var ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir IK Sävehof í gærkvöld þegar liðið vann Malmö, 32:28, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handkanttleik. Tryggvi kom nokkuð við sögu í varnarleik IK Sävehof í leiknum. IK Sävehof er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir IFK Skövde. Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni er að finna hér
  • Norski landsliðsmaðurinn Magnus Abelvik Rød er sagður fara frá Kolstad næsta sumar, ári eftir að hann kom til félagsins frá Flensburg. Rød er einn þeirra sem varð að taka á sig skyndilega 30% launalækkun í sumar sem leið, nokkrum dögum eftir að samningur hans við félagið gekk í gildi. TV2 í Noregi sagði frá því í gær að nokkur félög hafa Rød undir smásjá. 
  • Hinn þrautreyndi spænski handknattleiksmaður Jorge Maqueda hefur framlengt samning sinn við franska handknattleiksliðið HBC Nantes til eins árs. Hann verður samningsbundinn félaginu fram á sumarið 2025. Maqueda kom til Nantes sumarið 2022 á sama tíma og landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Maqueda hafði áður leikið um árabil með félagsliðum í Norður Makedóníu og í Ungverjalandi. 
  • Danski handknattleiksmaðurinn Aaron Mensing hefur ákveðið að ganga til liðs við MT Melsungen í Þýskalandi frá og með næsta keppnistímabili. Mensing lék með Flensburg frá 2021 til 2023 en leikur nú með GOG. Annað foreldri Mensing er þýskt en hitt er danskt. Hann ákvað fyrir nokkrum árum að veðja á danska landsliðið en hefur ekki náð að festa sig í sessi með danska landsliðinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -