- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigurvin, Sigurður, Styrmir, Katrín, Andrea, Elías, Aron, Vranjes, Alilovic

Sigurvin Jarl Ármannsson, Sigurður Jefferson Guarino og Styrmir Máni Arnarsson. Mynd/HK
- Auglýsing -
  • Sigurvin Jarl Ármannsson, Sigurður Jefferson Guarino og Styrmir Máni Arnarsson hafa skrifað undir nýjan samning við HK til næstu tveggja ára. Allir leika þeir þegar með HK-liðinu í Olísdeildinni. 
  • Unglingalandsliðskonan Katrín Anna Ásmundsdóttir var valin íþróttakona æskunnar í Gróttu árið 2021.
  • Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar þegar lið hennar Kristianstad tapaði fyrir Höörs HK, 24:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik gærkvöld. Kristianstad er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með átta stig að loknum níu leikjum.
  • Fredrikstad Bkl. liðið sem Elías Már Halldórsson þjálfar í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik tapaði í gærkvöld fyrir Vipers Kristiansand, 34:25, á útivelli. Fredrikstad er í sjöunda sæti af 14 liðum með 12 stig eftir 14 leiki. 
  • Annan daginn í röð vann landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, öruggan sigur í Asíumótinu í handknattleik karla sem er jafnframt undankeppni fyrir HM á næsta ári. Barein vann í gær landslið Usbekistan, 35:19, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 17:9. 
  • Mannheimer Morgen sagði frá því í vefútgáfu sinni í gær að Ljubomir Vranjes taki við þjálfun Rhein-Neckar Löwen sem Ýmir Örn Gíslason leikur með. Vranjes á að stýra Löwen út keppnistímabilið en ár er liðið síðan ákveðið var að Sebastian Hinze núverandi þjálfari Bergischer taki við þjálfun Löwen sumarið 2022. Vranjes var leystur frá störfum sem landsliðsþjálfari Slóvena í gær. 
  • Markvörðurinn Mirko Alilovic kom til móts við króatíska landsliðið í Búdapest í gær. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu í fjögur ár eftir að hafa hætt að loknu EM í Króatíu fyrir fjórum árum. Alilovic var aðalmarkvörður króatíska landsliðsins frá 2008 – 2018. Hann leikur nú með ungverska meistaraliðinu Pick Szeged.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -