- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Steinhauser, Hansen, Teitur Örn, Bjartur Már, Nantes, Wiede, Alfreð

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg
- Auglýsing -
  • Þýski hornamaðurinn Marius Steinhauser kveður Flensburg næsta sumar þótt hann eigi þá enn eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Steinhauser hefur samið við Hannover-Burgdorf og leysir þar af Jóhan á Plógv Hansen sem færir sig um set til Flensburg. Þar með verður Flensburg með fjóra örvhenta leikmenn í sínum röðum á næsta tímabili. Auk Hansen verða þar Teitur Örn Einarsson, Frank Samper og Magnus Abelvik Rød
  • Bjartur Már Guðmundsson skoraði eitt mark þegar lið hans StÍF frá Skála vann Kyndil, 26:25, í færeysku úrvalsdeildinni um helgina. StÍF er þar með í fjórða sæti deildarinnar þegar hlé hefur verið gert á keppni um nokkurra vikna skeið, m.a. vegna þátttöku færeyska landsliðsins í forkeppni HM í janúar. 
  • Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður gengur til liðs við í sumar, varð á sunnudaginn deildarbikarmeistari í Frakklandi. Nantes vann Chambéry í úrslitaleik, 28:21. Chambéry kom á óvart í undanúrslitum er liðið lagði PSG en það var fyrsti tapleikur PSG fyrir frönsku liði á keppnistímabilinu. 
  • Fabian Wiede hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið sem tekur þátt í EM í handknattleik í næsta mánuði. Munu persónulega ástæður spila þar inn í eins og hjá Patrick Groetzki. Til viðbótar er Paul Drux meiddur og leikstjórnandinn ungi,  Juri Knorr kærir sig ekki um að fara í bólusetningu og verður þar af leiðandi ekki gjaldgengur. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, tilkynni 20 manna leikmannahóp fyrir EM í dag. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -