- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Stiven, Anton, Jónas, Rød, Tønnesen, Radovic, Færeyingar

Stiven Tobar Valencia í þann mund að skora sitt fyrsta mark á EM í leiknum við Svartfellinga. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Stiven Tobar Valencia skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í handknattleik í lokakeppni EM þegar hann kom liðinu yfir, 13:11, eftir tæpar 23 mínútur gegn Svartfellingum í gær. Hann gat bætt við öðru marki sínu skömmu síðar en þá sá Nebojsa Simic markvörður við Stiven.
  • Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma í kvöld viðureign Tékklands og Grikklands í þriðju og síðustu umferð F-riðils í Ólympíuhöllinni í München. Þetta verður annar leikurinn sem þeir dæma á mótinu. Hvorki Tékkar né Grikkir eru með stig eftir tvær umferðir og halda heim á þriðjudaginn, hafa þá lokið keppni á EM. 
  • Vegna meiðsla leikur Magnus Rød ekki fleiri leiki með norska landsliðinu á EM. Kent Robin Tønnesen hleypur í skarðið og verður mættur til leiks í kvöld þegar Noregur mætir Slóveníu í síðustu umferð D-riðils í Berlín
  • Vlado Sola landsliðsþjálfari Svartfellinga í handknattleik karla segist munu standa þétt við bakið á Luka Radovic sem gerði það axarskaft 90 sekúndum fyrir leikslok á viðureigninni við íslenska landsliðið í gær að hlaupa inn á völlinn, nokkuð sem hann átti ekki að gera.
  • Í hita leiksins taldi Radovic sig eiga að fara inn á leikvöllinn. En þar sem enginn samherji hans fór út af í staðinn var svartfellska liðið með einum of marga leikmenn á vellinum. Þar með varð Radovic og annar til að fara af leikvelli. Svartfellingar misstu boltann, staðan var 30:30. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Íslands í kjölfarið. 
  • Eins og gefur að skilja var Radovic niðurbrotinn eftir leikinn og skrifað tapið í leiknum á sinn reikning. 
  • Færeyingar mæta Pólverjum í Berlin í dag í síðustu umferð D-riðils Evrópumótsins í handknattleik. Færeyska liðið þarf á nokkurra marka sigri að halda og treysta um leið á nokkurra marka tap Norðmanna fyrir Slóvenum í síðari viðureign riðilsins í kvöld til þess að komast áfram í milliriðil. 
  • Sænski landsliðsmaðurinn og línumaðurinn Andreas Nilsson hefur skrifað undir samning við Önnereds sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Nilsson gengur til liðs við Gautaborgarliðið í sumar að lokinni 10 ára veru hjá Veszprém í Ungverjalandi. Hann er m.a. núverandi fyrirliði ungverska liðsins.
  • Matthias Flohr tekur við þjálfun þýska handknattleiksliðsins Balingen-Weilstetten sem Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson leika með. Flohr tekur við af Jens Bürkle sem þjálfað hefur Balingen um árabil. Bürkle greindi frá því fyrir nokkrum vikum að hann ætlaði  sér að hætta í vor. Flohr er í dag aðstoðarþjálfari Balingen svo ekki var leitað langt yfir skammt að nýjum þjálfara.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -