- Auglýsing -
- Stiven Tobar Valencia, landsliðsmaður í handknattleik, var markahæstur hjá Benfica ásamt Belone Moreira með sex mörk þegar liðið vann Póvova AC, 31:22, í portúgölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var í Lissabon. Með sigrinum færðist Benfica upp í annað sæti deildarinnar og er næst á eftir hinu höfuðborgarliðinu, Sporting, sem er efst og taplaust.
- Birgir Steinn Jónsson skoraði níu mörk úr tíu skotum þegar IK Sävehof vann VästeråsIrsta HF, 35:29, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Birgir Steinn var markahæsti leikmaður IK Sävehof í leiknum. Liðið situr í 5. sæti með 17 stig eftir 14 leiki, er tveimur stigum á eftir IFK Kristianstad sem hefur leikið tveimur leikjum færra.
- Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk úr sex skotum og gaf fjórar stoðsendingar í níu marka tapi Ribe-Esbjerg, 36:27, á útivelli fyrir Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Viðureignin var sú fyrsta í 16. umferð deildarinnar. Ribe-Esbjerg situr í 10. sæti af 14 liðum með 11 stig. Bjerringbro/Silkeborg er í sjöunda sæti.
- Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi One Veszprém í gær þegar liðið vann MOL Tatabánya KC, 39:27, á heimavelli í ungversku úrvalsdeildinni. Með sigrinum komst One Veszprém í efsta sæti deildarinnar með 24 stig eftir 12 leiki. Pick Szeged er í öðru sæti með 23 stig eftir 14 leiki.
- Tumi Steinn Rúnarsson var ekki með Alpla Hard þegar liðið vann Koppensteiner WAT Fünfhaus, 42:25, í 32 liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld. Tryggvi Garðar Jónsson var í leikmannahópi Alpla Hard en skoraði ekki. Hannes Jón Jónsson er þjálfari liðsins.
- Auglýsing -



