- Auglýsing -
- Stiven Tobar Valencia hélt upp á sæti í íslenska landsliðshópnum með fimm mörkum í átta marka sigri Benfica á Madeira í gær, 38:30, í 1. deild portúgalska handboltans. Stiven gekk einnig vasklega fram í vörninni og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur. Benfica er áfram í þriðja sæti deildarinnar á eftir Sporting og Porto.
- Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen unnu Bergischer HC, 26:21, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Ýmir Örn skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli í leiknum. Göppingen situr í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig en hefur eitt liða leikið 10 sinnum. Önnur lið deildarinnar hafa leikið sjö til níu sinnum.
- Arnór Þór Gunnarsson er þjálfari Bergischer HC ásamt Markus Pütz. Liðið er sem fyrr í næst neðsta sæti með tvö stig að loknum níu leikjum.
- Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar þegar lið hans, Ribe-Esbjerg, gerði jafntefli við Skjern, 25:25, á heimavelli Skjern í áttundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Ágúst Elí Björgvinsson markvörður var ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg.
- Ribe-Esbjerg færðist upp í 7. sæti deildarinnar með sjö stig eftir átta leiki.
- Jón Ísak Halldórsson skoraði eitt mark í fimm marka tapi Lemvig í heimsókn til Skvie í næst efstu deild danska handknattleiksins í gærkvöld. Lemvig er í áttunda sæti deildarinnar af 14 með sjö stig í átta leikjum.
Staðan í mörgum deildum evrópsks handknattleiks.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -