- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sveinn, Axel, Aldís, Ásdís, Jóhanna, Iversen, Knorr, Chrapkovski

Sveinn Jóhannsson leikmaður Skjern. Mynd/Facebooksíða Skjern Håndbold
- Auglýsing -
  • Sveinn Jóhannsson og félagar í Skjern komust í gærkvöld í undanúrslit í dönsku bikarkeppninni með sigri á Mors-Thy, 28:21, á heimavelli. Sveinn skoraði ekki mark í leiknum. Bjerringbro/Silkeborg tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld. Tvær síðari viðureignir undanúrslita fara fram í kvöld. Annarsvegar mætast Ribe-Esbjerg og Skanderborg Aarhus og hinsvegar GOG og Aalborg Håndbold.
  • Storhamar og Sola skildu jöfn, 27:27, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Noregi í gærkvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli Storhamar er Akureyringurinn Axel Stefánsson er annar þjálfari liðsins. Storhamar er í þriðja til fjórða sæti deildarinnar ásamt Molde. Hvort lið hefur 12 stig. Larvik er stigi fyrir ofan í öðru sæti. Evrópumeistarar Vipers Kristiansand er efstir með 16 stig að loknum átta leikjum. 
  • Íslensku handknattleikskonurnar þrjár hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Skara HF skoruðu samtals 10 mörk í fjögurra marka tapi liðsins í heimsókn til Kungälvs, 27:23, í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Slakur fyrri hálfleikur varð Skara-liðinu að falli en Kungälvs var sex mörkum yfir að honum loknum, 15:9. Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu fjögur mörk hvor og Ásdís Guðmundsdóttir tvö.  Skara er í áttunda sæti með átta stig eftir 10 leiki og er m.a. tveimur stigum á eftir Kungälvs. Næsti leikur Skara HF verður fimmtudaginn 29. desember við VästeråsIrsta HF.
  • Danska landsliðskonan Rikke Iversen hefur samið við Esbjerg frá og með næsta sumri. Iversen sagði frá því á dögunum að hún ætlaði ekki að endurnýja samning sinn við meistaraliðið Odense Håndbold og þess vegna kom samningurinn við Esbjerg ekki endilega á óvart. Iversen skrifaði undir þriggja ára samning við Esbjerg, fram á mitt 2026.  Ljóst er að nokkrar breytingar eru framundan hjá Odenseliðinu sem unnið hefur danska meistaratitilinn tvö síðustu ár. Eins og handbolti.is sagði frá í fyrradag kveður þjálfarinn Ulrik Kirkely við lok leiktíðar í vor. 
  • Þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr hefur framlengt samning sinn við Rhein-Neckar Löwen til þriggja ára, fram til ársins 2026. Knorr kom til Löwen sumarið 2021 frá GWD Minden. Hann hefur farið á kostum í síðustu leikjum á sama tíma og byr hefur verið í seglum liðsins sem er í þriðja sæti aðeins tveimur stigum á eftir efsta liði deildarinnar, Füchse Berlin. Knorr verður nær örugglega í HM-hópi Þjóðverja sem Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari velur á næstu dögum. 
  • Pólski varnarjaxlinn og fyrirliði pólska landsliðsins, Piotr Chrapkovski, hefur ákveðið að söðla um næsta sumar eftir fimm ára dvöl hjá þýska meistaraliðinu SC Magdeburg. Haft er eftir Chrapkovski í gær að tími sé kominn til að breyta til. Næsti áfangastaður er óviss. Chrapkovski lék með Kielce í heimalandinu áður en hann flutti til Magdeburg.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -