- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sveinn, Hergeir, Aron, Arnór, Ágúst, Elvar, Arnar

ÍR-ingurinn Sveinn Brynjar Agnarsson. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Hægri hornamaðurinn Sveinn Brynjar Agnarsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR um tvö ár. Sveinn skoraði og skoraði 71 mark í 22 leikjum í Olísdeildinni í vetur. ÍR féll úr deildinni og leikur í Grill 66-deildinni á næsta keppnistímabili. 
  • Hergeir Grímsson verður gjaldgengur með Stjörnunni í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í TM-höllinni í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Hergeir hlaut útilokun með skýrslu vegna leikbrots eftir rúmlega fimm mínútur í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum á laugardaginn í Vestmannaeyjum. Brot hans féll undir reglu 8.5 og var niðurstaða aganefndar HSÍ að ekki væri tilefni til þess að úrskurða Hergeir í bann.  Stjarnan tapaði leiknum með fjögurra marka mun, 37:33, og verða leikmenn liðsins að bíta í skjaldarrendur í kvöld til þess að knýja fram oddaleik. Leikurinn hefst klukkan 18.
  • Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Aalborg Håndbold í gær þegar liðið vann Kolding í annarri umferð átta liða úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 33:28. Leikurinn fór fram í Álaborg. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Aalborg var að vanda Stefan Madsen þjálfara til halds og trausts. Lukas Sandell átti stórleik fyrir Aalborg Håndbold. Hann skoraði 10 mörk og gaf fimm stoðsendingar. 
  • Aalborg Håndbold er í efsta sæti annars riðils átta liða úrslitanna með fimm stig. Liðið er stigi á undan Skjern sem vann Ribe-Esbjerg í Skjern Bank Arena að viðstöddum nærri 2.600 áhorfendum, 32:24. Ágúst Elí Björgvinsson stóð nærri allan leikinn í marki Ribe-Esbjerg. Hann varði átta skot, þar af eitt vítakast, 22,2%. Einnig skoraði Ágúst tvö mörk.  Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Arnar Birkir Hálfdánsson setti ekki mikið mark á leikinn.  Ribe-Esbjerg er með eitt stig eftir tvo leiki í átta liða úrslitum. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -