- Auglýsing -
- Þórður Tandri Ágústsson hefur á ný gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Þór, eftir þriggja ára dvöl hjá Stjörnunni. Frá þessu sagði Þór á samfélagsmiðlum sínum seint í gærkvöld.
- Partille cup, alþjóðlega handknattleiksmót barna- og unglinga hefst í Svíþjóð eftir helgina. Að vanda er mikil þátttaka frá Íslandi. Alls senda 11 félög 43 lið til leiks að þessu sinni og er Ísland í fimmta sæti þegar litið er á þær þjóðir sem senda flest lið til leiks. Hátt í 500 börn og unglingar frá Íslandi taka þátt.
- Frederik Bo Andersen hornamaður HSV Hamburg hefur verið kallaður inn í æfingahóp danska landsliðsins í stað Hans Lindberg sem dró sig úr hópnum á dögunum af persónulegum ástæðum.
- Dómstóll í Þýskalandi hafnaði í gær kröfu svissneska handknattleiksmannsins Manuel Zehnder þess efnis að verða leystur undan samningi hjá HC Erlangen. Zehnder lék í vetur sem lánsmaður hjá Eisenach og varð markahæstur í þýsku 1. deildinni. Þegar Zehnder sneri til baka úr dvölinni óskaði hann eftir að samningi sínum við HC Erlangen yrði rift en ár er eftir af samningstímanum. Félagið varð ekki við þeirri ósk og því fór málið áfram fyrir dómsól sem hefur úrskurðað Zehnder í óhag.
- Auglýsing -