- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Þorsteinn, Dagur, Sandra, Óðinn, Aldís, Jóhanna, Berta

Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, Porto vann ABC de Braga, 31:22, í efstu deild portúgalska handknattleiksins í gær. Porto er í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan Sporting sem á leik til góða. Þrjú stig eru veitt fyrir sigur í deildinni. Benfica er í öðru sæti með 54 stig en hefur leikið tveimur viðureignum meira en Sporting og leik meira en Porto. 

  • Dagur Gautason skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti þegar Montpellier tapaði á heimavelli fyrir Nantes í 16. umferð frönsku 1. deildarinnar í gærkvöld, 29:27. Þetta var þriðji leikur Dags með Montpellier, þar af sá fyrsti í deildinni. Montpellier er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig eftir 16 leiki, fimm stigum á eftir Nantes. PSG er í öðru sæti en á leik til góða sem fram fer í dag. 
  • Sandra Erlingsdóttir skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar í 10 marka sigri TuS Metzingen á BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær á heimavelli. TuS Metzingen er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 17 leiki. 
  • Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen ásamt Luka Maros með átta mörk í átta marka sigri á HC Kriens-Luzern, 34:26, á heimavelli í gær í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Aðeins er vika liðin síðan HC Kriens-Luzern vann Kadetten í undanúrslitum bikarkeppninnar.  Óðinn var með fullkomna nýtingu í leiknum í gær, átta skot, átta mörk, þrjú þeirra úr vítaköstum. Kadetten er áfram með yfirburðastöðu í efsta sæti A-deildarinnar í Sviss.
  • Aldís Ásta Heimisdóttir er meidd og kom þar af leiðandi ekki við sögu þegar lið hennar Skara HF tapaði fyrir HK Aranäs, 29:26, á útivelli ú sænsku úrvalsdeildinnni. Fram kemur á heimasíðu Skara HF að liðið hafi saknað Aldísar Ástu í leiknum enda fyrsta tap liðsins um langt skeið. Ekki kom  fram hvort meiðsli Aldísar Ástu eru alvarleg. 
  • Skara HF er áfram í þriðja sæti þrátt fyrir tapið með 22 stig eftir 17 leiki, þremur stigum á eftir Sävehof sem er í öðru sæti. Skuru er efst með 26 stig 
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu og Berta Rut Harðardóttir skoraði tvö mörk og átti einnig eina stoðsendingu þegar lið þeirra Kristianstad tapaði fyrir VästeråsIrsta HF, 28:24, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Kristianstad er í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir 17 leiki.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -