- Þorsteinn Leó Gunnarsson var næst markahæstur hjá FC Porto með sex mörk þegar liðið vann HC Horta á útivelli, 38:27, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Porto er í öðru sæti eftir 13 umferðir með 37 stig, tveimur færra en Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með. Sporting hefur unnið allar sínar viðureignir til þessa.
- Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk í 12 marka sigri Benfica á heimavelli á Vítoría, 36:24 í 13. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Benfica er í þriðja sæti, næst á eftir toppliðunum tveimur, Sporting og Porto.
- Janus Daði Smárason var ekki á meðal þeirra leikmanna Pick Szeged sem skoraði í 10 marka sigri liðsins á útivelli gegn NEKA–OTP Bank, 36:26, á útivelli í 11. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattelik í gær. Pick Szeged er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki, hefur tveggja stiga forskot á Veszprém sem á leik inni.
- Stöðuna í ungversku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum þegar IFK Kristianstad fagnaði sigri á heimavelli, 30:26, á OV Helsingborg HK í sænsku úrvalsdeildinni í gær. IFK Kristianstad er komið upp í annað sæti deildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki.
- Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir sænsku meistarana IK Sävehof í jafntefli við Hammarby í Stokkhólmi í gær en liðin eiga sæti í úrvalsdeildinni, 29:29. Sävehof er í 7. sæti með 13 stig eftir 11 leiki.
- Eftir afar gott gengi síðustu vikur tapaði HK Karlskrona fyrir Önnereds á heimavelli í gær í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 35:29. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði fimm mörk í sex skotum fyrir Karlskrona-liðið. Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson voru ekki með. Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH var í marki Karlskrona hluta leiksins og varði sex skot, 20%.
- Karlskrona er í 3. sæti með 15 stig eins og IFK Kristianstad sem er í öðru sæti. Ystads er sem fyrr efst. Liðið er með 17 stig en hefur lokið 10 leikjum, tveimur færri en liðin sem á eftir koma.
- Birta Rún Grétarsdóttir var ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir Fjellhammer þegar liðið vann Vålerenga, 29:18, í næst efstu deild norska handknattleiksins á útivelli í gær. Fjellhammer er efst í deildinni með 18 stig úr níu leikjum.
- TTH Holstebro, sem Arnór Atalson þjálfar, vann TMS Ringsted, 38:30, á útivelli í 13. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. TTH Holstebro situr í 5. sæti með 15 stig að loknum 13 umferðum. Ringsted er í 9. sæti
- Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti, þegar lið hans Bjerringbro/Silkeborg tapaði óvænt fyrir neðsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar, Grindsted GIF, í gær, 35:29. Þetta var fyrsti sigur Grindsted í sögu sinni í dönsku úrvalsdeildinni.
- Bjerringbro/Silkeborg er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir tapið með 17 stig eftir 13 leiki.
- Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópskum handknattleik er að finna hér.
- Auglýsing -