- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tite, Roland, Bjarni, Harpa

Roland Eradze og Tite Kalandadze landsliðsþjálfari Georgíu fyrir æfingu landsliðs heimamanna í Tiblisi-Arena í gærkvöld. Ljósmynd/Ívar
- Auglýsing -
  • Tite Kalandadze fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og ÍBV er landsliðsþjálfari Georgíu í handknattleik og hefur verið landsliðsþjálfari karla frá 2021. Undir stjórn Kalandadze  tryggðu Georgíumenn sér sæti í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti þegar þegar þeir voru með á EM í upphafi þesssa árs.
  • Kalandadze, sem er 52 ára, lék með ÍBV frá 2004 til 2006 og í önnur tvö ár með Stjörnunni. Hann varð m.a. bikarmeistari með Stjörnunni 2007 og 2008 m.a. með Roland Eradze sem er með honum á myndinni hér fyrir ofan. Þeir léku einnig saman með félagsliði í Georgíu árum saman og eru góðir félagar. Roland kom með íslenska landsliðinu til Georgíu og er því innan handar við samskipti við heimamenn.
  • Viðureign Íslands og Georgíu í undankeppni EM karla í handknattelik hefst klukkan 14 í dag. Útsending frá leiknum verður hjá RÚV. Handbolti.is er í Tíblisi og verður með textalýsingu auk viðtala við leikmenn og þjálfara að leik loknum.
  • Valsmaðurinn Bjarni í Selvindi fór ekki með færeyska landsliðinu til Litáen þar sem það mætir úkraínska landsliðinu í dag í annarri umferð undankeppni EM 2026. Í stað Bjarna tók Rói Ellefsen á Skipagøtu sæti í 16-manna hópnum. Bjarni kom ekkert við sögu með færeyska landsliðinu þegar það vann Kósovó, 32:21, í Þórshöfn á miðvikudagskvöld í fyrstu umferð undankeppninnar.  Hann á í meiðslum á ökkla þótt hann hafi harkað af sér og leikið með Val síðustu vikur. 
  • Færeyingar búa sig undir erfiðan leik í Vilnius í dag. Úkraínumenn stóðu í Hollendingum og töpuðu með einu marki á fimmtudagskvöld, 40:39. 
  • Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði þrisvar sinnum fyrir TMS Ringsted þegar liðið tapaði fyrir Roskilde Håndbold, 25:23, á heimavelli í gær í næst efstu deild danska handknattleiksins. TMS Ringsted hefur ekki vegnað sem skildi á leiktíðinni og situr fyrir vikið í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með fjögur stig etir sjö leiki.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -