- Auglýsing -
- Tumi Steinn Rúnarsson mætti til leiks á ný með Coburg í gærkvöld eftir meiðsli þegar liðið sótti TuS Vinnhorst heim í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Tumi Steinn og félagar unnu stórsigur, 37:19, eftir að hafa verið yfir, 19:11, að loknum fyrri hálfleik. Tumi Steinn skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar.
- Stöðuna í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.
- Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í 2. deildinni í þýska handknattleiknum í karlaflokki í gærkvöld. GWD Minden, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, tapaði á heimavelli fyrir efsta liði deildarinnar, Bietigheim, 33:30. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk fyrir Mindenliðið og Sveinn Jóhannesson tvö. Báðum var vikið einu sinni af leikvelli.
- Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans, VfL Lübeck-Schwartau, tapaði illa á heimvelli fyrir Hüttenberg, 26:17.
- Stöðuna í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.
- Handknattleiksliðið Nantes hélt upp á 70 ára afmæli sitt í gær með öruggum sigri á Chartres, 33:25, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fjögur skot, 25%, þann tíma sem hann stóð í marki Nantes sem er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki.
- Ivry, liðið sem Darri Aronsson er samningsbundinn vann óvæntan sigur á Nimes, 28:24, í frönsku 1. deildinni í gærkvöld. Þetta var fyrsti sigur Ivry í deildinni á leiktíðinni. Færðist liðið úr neðsta sæti með sigrinum. Darri er því miður ennþá fjarverandi vegna meiðsla. Ekki er reiknað með að hann leiki með liðinu fyrr en eftir áramótin.
- Berta Rut Harðardóttir náði ekki að skora fyrir Kristianstad HK í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir Önnereds, 31:29, þegar liðin mættust í Gautaborg. Kristianstad HK er í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki. Önnereds er í þriðja sæti.
- Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum í Evrópu er að finna hér.
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður, og samherjar hennar í danska liðinu EH Aalborg unnu áttunda leikinn sinn í næstu efstu deild danska handknattleiksins í gær. EH Aalborg lagði þá Fredericia, 24:21, í Fredericia.
- Auglýsing -