- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tumi, Sandra Sveinbjörn, Ásgeir, óvænt, gallað lakk

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -
  • Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar í Coburg komust áfram í þýsku bikarkeppninni í gær með 14 marka sigri á Gelnhausen, 40:26, á útivelli. Tumi Steinn skoraði tvö mörk fyrir Coburg. 
  • Sveinbjörn Pétursson, markvörður, og hans félagar í EHV Aue féllu úr leik í bikarkeppninni í Þýskalandi með þriggja marka tapi fyrir Bietigheim, 33:30, á heimavelli. Sveinbjörn var í marki Aue í nærri 50 mínútur og varði 12 skot, 29,2%.
  • Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hennar, TuS Metzingen, vann svissnesku meistarana í LC Brühl, 34:21, í æfingaleik í gær. Keppni í þýsku 1. deildinni hefst 9. september. 
  • Ásgeir Snær Vignisson skoraði sjö mörk í fyrsta leik sínum með Fjellahammer í gær þegar liðið vann Storhamar á útivelli í norsku bikarkeppninni í handknattleik, 40:26. Ásgeir Snær gekk til liðs við norska úrvalsdeildarliðið í sumar eftir eins árs veru hjá Helsingborg í Svíþjóð
  • Nýliðar Eisenach unnu óvæntan sigur á Bergischer HC, 31:30, á heimavelli í 1. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer HC eftir að hafa lagt skóna á hilluna í vor eftir langan og gæfuríkan keppnisferil. 
  • Áfram eru raunir vegna viðgerða á gólfi Laugardalshallar eftir vatnslekann í nóvember 2020. Vonir stóðu til að framkvæmdum væri loksins lokið síðla á síðasta ári og m.a. lék karlalandsliðið í handknattleik tvo leiki í vor í Höllinni auk þess sem leikið var til úrslita í Poweradebikarkeppni HSÍ í Höllinni í mars. Vefmiðillinn mbl.is sagði frá því í gær að gallað lakk hafi verið borið á nýja parketið sem lagt var á gólfið. Lakkið flagnaði af. 
  • Þess vegna varð að slípa keppnisgólfið og lakka upp á nýtt. Fleiri en ein umferð er nauðsynleg. Í framhaldið verður að merkja völlinn upp á nýtt fyrir ýmsar íþróttagreinar. Vonir standa til þess að Laugardalshöll verði opnuð á ný í lok næstu viku og að raunum við framkvæmdir verði loksins lokið, nærri þremur árum eftir að vatnsleki varð nótt eina í nóvember 2020.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -