- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tveir leikir á tveimur dögum hjá Óðni, Elvar, Ágúst

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsfélagar í Kadetten Schaffhausen unnu HC Küsnacht, 36:24, í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Sviss í gærkvöld. Þetta var annar leikur Kadetten á tveimur dögum því í fyrradag mætti liðið Wacker Thun í deildinni og vann einnig. Óðinn Þór skoraði þrjú mörk í leiknum í gær í fjórum skotum og er þar með kominn í kærkomið jólafrí. Hann er í HM-hópnum sem var opinberaður í gær.
  • Kadetten Schaffhausen stendur vel að vígi í deildinni, er lang efst, og hefur öðlast sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar. Á móti kemur að Kadetten komst ekki í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið hefur verið fastagestur undanfarin tímabil. 
  • Áfram er Ribe-Esbjerg í basli í dönsku úrvalsdeildinni. Í gær tapaði liðið enn einum leiknum, að þessu sinni fyrir Nordsjælland í Helsingehallen á norður-Sjálandi, 29:25. Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk í sjö skotum fyrir Ribe-Esbjerg. Ágúst Elí Björgvinsson náði sér ekki á strik í markinu. Hann varði 1 skot af 12.
  • Ribe-Esbjerg er í 13. sæti af 14 liðum dönsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig að loknum 17 leikjum. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -