- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Victor, Ólafur, Mykhailiutenko, Atli, Hörður

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Victor Máni Matthíasson hefur gengið til liðs við Fjölni á nýjan leik, í þetta sinn sem lánsmaður frá Stjörnunni út leiktíðina. Viktor Máni, sem er línumaður kvaddi Fjölni sumarið 2022 og lék eftir það í ár með StÍF í Færeyjum. Hann flutti aftur heim síðasta sumar og gekk til liðs við Stjörnuna en hefur ekki náð að festa sig í sessi.
  • Ólafur Brim Stefánsson sem lék með Gróttu í upphafi leiktíðar en lagði svo lykkju á leið sína til félagsliðs í Kúveit með því að semja við Hörð á Ísafirði hefur loks fengið leikheimild með félagsliði í Kúveit eftir því sem fram kemur á félagaskiptavef HSÍ. Flutningurinn frá Herði til Al Yarmouk var samþykktur 31. janúar. 
  • Úkraínumaðurinn Leonid Mykhailiutenko hefur endurnýjað kynni sín við Þór Akureyri. Hann hefur dvalið á Akureyri um skeið en ekkert leikið handknattleik en fékk fyrir mánaðamót félagaskipti frá Þýskalandi til Þórs. 
  • Mykhailiutenko lék með Akureyri handboltafélagi í Olísdeildinni veturinn 2018/2019 og skoraði 70 mörk í 21 leik. Á þeim tíma var Akureyri handboltafélag nánast Þór því KA hafði slitið á tengslin árið áður. Mykhailiutenko mun leika sem áhugamaður hjá Þór þegar hann verður kominn í leikæfingu en hann mun aðeins hafa tapað niður leikforminu. 
  • Unglingalandsliðsmaðurinn Atli Steinn Arnarson er orðinn liðsmaður FH eftir að hafa verið í herbúðum HK sem lánsmaður fyrir áramót. Reyndar gerði Atli Steinn stuttan stans í ÍH áður áður enn fékk formleg skipti til FH.
  • Hörður á Ísafirði tilkynnti á samfélagsmiðlum í fyrradag að samið hafi verið við Eistlendinginn Otto Karl Kont og Richard Kopana línumann frá Slóvakíu um að leika með liði félagsins til loka leiktíðar. Hörður leikur í Grill 66-deild karla og á átta leiki eftir áður en kemur að úrslitakeppninni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -