- Auglýsing -
- Viggó Kristjánsson átti stórleik og skoraði níu mörk og átti tvær stoðsendingar þegar SC DHfK Leipzig, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, vann nauman sigur á SG BBM Bietigheim, 29:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Franz Semper skoraði sigurmark Leipzig í æsispennandi leik.
- Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir SC DHfK Leipzig. Andri Már hefur verið í mikilli sókn á keppnistímabilinu. Sigurinn í gær var sá annar í röð hjá SC DHfK Leipzig sem nú er í áttunda til 10. sæti þýsku 1. deildarinnar með 12 stig eins og Rhein-Neckar Löwen og THW Kiel.
- Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evróspsks handknattleiks er að finna hér.
- Franska handknattleiksmaðurinn Dika Mem verður ekki landsliðinu á HM í janúar. Hann gekkst undir aðgerð á öxl fyrr í vikunni. Að henni lokinni sagði Barcelona, sem Mem leikur með, að framundan væri tveggja til þriggja mánaða endurhæfing.
- Børge Lund hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun norska liðsins Elverum. Samningurinn gildir út leiktíðina vorið 2026. Lund tók við þjálfun Elverum sumarið 2020 þegar Michael Apelgren núverandi þjálfari Pick Szeged flutti heim til Svíþjóðar og tók þjálfun IK Sävehof.
- Auglýsing -