- Auglýsing -
- Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik er kominn til Split í Króatíu þar sem hann verður annað árið í röð á meðal leiðbeinenda á námskeiðum fyrir unga markverði (www.handballgoalkeeper.com). Námskeiðið er haldið í tólfta sinn en á það mæta ungir markverðir víðsvegar að og njóta leiðsagnar fagmanna í faginu, eins og stundum er sagt.
- Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold. Martins hefur undanfarin þrjú ár leikið með Pick Szeged í Ungverjalandi. Þar áður var hann í herbúðum FC Porto í heimalandi sínu.
- Línumaðurinn sterki, Andreas Nilsson hefur dregið sig út úr sænska karlalandsliðinu í handknattleik sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í sumar. Hann segir ástæður þessa vera tengdar fjölskyldunni. Felix Möller var kallaður inn í landsliðið í stað Nilsson.
- Stjórnendur þýska handknattleiksliðsins THW Kiel hafa staðfest að þeir hafi átt í viðræðum við landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og félag hans Industria Kielce. Óvíst er þó hvort af vistaskiptum verður en Wolff er samningsbundinn Kielce í Póllandi fram til 2028.
- Auglýsing -