- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viktor, Óðinn, Björgvin, Svavar, Birgir, Eva, Natasja, Ingibjørg, vináttuleikur

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í marki Nantes í gærkvöld og varði 18 skot þegar liðið vann stórsigur á PAUC, 37:24, í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var ekki á meðal markaskorara PAUC. Nantes mætir Montpellier í úrslitaleik 10. júní. 
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar lið hans Kadetten Schaffhausen vann HSC Suhr Aarau, 31:26, á heimavelli í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gærkvöld.  Liðin mætast næst í Aarau á laugardaginn. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit.  Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir liði Kadetten af röggsemi. 
  • Björgvin Páll Gústavsson markvörður var ekki í leikmannahópi Vals í gærkvöld þegar liðið mætti Stjörnunni í næst síðustu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Hann er meiddur. Einnig voru Magnús Óli Magnússon og Tjörvi Týr Gíslason fjarverandi vegna meiðsla í Valsliðinu í gær auk Benedikts Gunnars Óskarssonar og Róberts Arons Hostert sem glíma við langvarandi meiðsli. Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson var heldur ekki með fremur en í allra síðustu leikjum. Hann er meiddur. 
Birgir Örn Birgisson, FH-ingur, skoraði 11 mörk í 11 tilraunum, var með fullkomna nýtingu í leiknum við ÍR í gærkvöld. Mynd/J.L.Long
  • Svavar Ingi Sigmundsson, markvörður, lék sinn fyrsta leik með FH í Olísdeildinni á þessari leiktíð. Hann varði eitt vítakast í leik við ÍR sem FH vann örugglega, 37:26, í Skógarseli. Samherji Svavars Inga, Birgir Már Birgisson, fór á kostum í leiknum. Hann skoraði 11 mörk og var  með fullkomna nýtingu. 
  • Eva Gísladóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Eva, sem er örvhent skytta, hefur einnig átt sæti í u16 ára landsliðs Íslands. Hún lék með FH-ingum í Grill 66-deildinni í vetur.
  • Natasja Hammer leikmaður Hauka skoraði eitt mark fyrir færeyska landsliðið þegar það gerði jafntefli í vináttulandsleik við finnska landsliðið í Helsinki í gær. Ingibjørg Olsen leikmaður ÍBV skoraði ekki mark í gær.  Þetta var síðari vináttuleikur liðanna. Færeyingar unnu fyrri leikinn með 10 marka mun, 35:25, í fyrradag. Natasja skoraði einnig eitt mark í þeim leik en Ingibjørg þrjú. Natasja er af íslensku bergi brotin. Faðir hennar er Finnur Hansson sem lengi hefur búið í Færeyjum
  • Nathalie Hagman og Jenny Carlson skoruðu sex mörk hvor fyrir sænska landsliðið þegar það vann danska landsliðið í vináttulandsleik í handknattleik kvenna í gær, 34:30. Kristina Jørgensen var markahæst í danska landsliðinu með sex mörk og Anne Mette Hansen var næst með fimm mörk. Leikurinn fór fram í Helsingborg Arena. Lið þjóðanna mætast öðru sinni í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -