- Auglýsing -
- Fram varð í gærkvöld Íslandsmeistari í 11. sinn í karlaflokki og í þriðja skiptið á öldinni. Fyrri tvö skiptin voru 2006 og 2013.
- Fram hefur aldrei áður orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í karlaflokki á sama tímabili. Fram vann Stjörnuna í úrslitaleik Poweradebikarsins í byrjun mars.
- Rúnar Kárason varð Íslandsmeistari með Fram 2006. Hann skoraði 34 mörk í 25 leikjum tímabilið 2006. Ekki var úrslitakeppni vorið 2006 heldur varð liðið sem efst varð í deildinni Íslandsmeistari.

- Rúnar vann Íslandsmeistaratitilinn á ný með Fram í gærkvöld. Tvö ár eru liðin síðan Rúnar vann Íslandsmeistaratitilinn með ÍBV og var um leið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar.
- Reynir Þór Stefánsson var valinn mikilvægast leikmaður úrslitakeppninnar 2025.

- Undir stjórn Einars Jónssonar þjálfara varð Fram Íslandsmeistari 2013 og aftur 2025. Þannig hittist á að Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram tímabilið 2011/2012 og aftur 2023/2024. Hann hætti þjálfun kvennaliðsins sumarið 2012 og einbeitti sér að karlaliðinu og varð meistari 2013. Á síðasta sumri lét Einar af þjálfun kvennaliðs Fram og var eingöngu með karlalið félagsins þetta tímabilið og stóð karlalið Fram uppi sem Íslandsmeistari ári síðar.

- Haraldur Þorvarðarson aðstoðarþjálfari Fram var Íslandsmeistari sem leikmaður félagsins 2006 og aftur 2013. Nú varð hann Íslandsmeistari í hlutverki aðstoðarþjálfara Fram. Haraldur verður þjálfari kvennaliðs Fram á næsta keppnistímabili.
- Daði Hafþórsson, faðir Arnórs Mána Daðasonar annars markvarðar meistaraliðs Fram 2025, var aðstoðarþjálfari meistaraliðsins 2013.

- Hornamaðurin Ólafur Jóhann Magnússon varð Íslandsmeistari með Fram í gærkvöld. Hann er eini leikmaður meistaraliðsins 2013 sem er í leikmaður meistaraliðsins 2025.

- Auglýsing -