- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mørk og Løke fóru fyrir sterku norsku liði í Rússlandi

Leikmenn Györ voru glaðir í bragði eftir að þeir tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrír leikir voru á dagskrá í dag í Meistaradeild kvenna. Rostov tók á móti Vipers en liðin spila tvíhöfða um helgina og var leikurinn í dag heimaleikur Vipers. Rostov byrjaði leikinn betur og var með þriggja marka forystu, 6-3, þegar að tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það tóku gestirnir öll völd á vellinum en þær fóru með sjö marka forystu 19-12 inní hálfleikinn.


Yfirburðir Vipers héldu áfram í þeim seinni og náði liðið mest tíu marka forystu en leikmenn Rostov náðu að laga stöðuna örlítið fyrir leikslok. Vipers fór að lokum með sjö marka sigur af hólmi, 34-27. Miklu munaði fyrir norska liðið að endurheimta þær Noru Mørk og Heidi Løke eftir meiðsli. Þær skoruðu 15 mörk. Vipers er komið í lykilstöðu í baráttunni um sæti í Final4 en liðin mætast aftur á morgunn.

Óbreytt í Frakklandi

Frönsku liðin Metz og Brest áttust við í seinni leiknum á heimavelli Metz. Brest var í vænlegri stöðu fyrir leikinn eftir að hafa unnið með tíu marka mun um síðustu helgi. Gestirnir voru með frumkvæðið í leiknum og voru með þriggja marka forystu, 17-14, þegar að flautað var til hálfleiks. Heimaliðið reyndi hvað það best gat til að klóra í bakkann en hafði ekki nægan kraft til þess að snúa viðureigninni sér í vil. Leiknum lauk með jafntefli, 26-26, og vann Brest því einvígið samanlagt 60-50, og er komið í undanúrslit.

Hver getur stöðvað Györ?

Lokaleikur dagsins fór fram í Ungverjalandi þar sem að Györ tók á móti Buducnost. Leikmenn Györ fóru nokkuð afslappaðar leikinn eftir að hafa unnið með 11 marka mun um síðustu helgi. Það sást vel á leik liðsins framan af. Györ var marki undir, 11-10, þegar flautað var til hálfleiks.
Buducnost hélt forystunni í seinni hálfleiknum allt fram að 47. mínútu. Þá tók þær ungversku góðan sex mínútna kafla þar sem þær skoruðu fimm mörk gegn einu og tryggðu sér þriggja marka sigur, 24-21, og sigur í einvíginu, 54-40.
Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem að Györ kemst alla leið í Final4. Það undirstrikar hversu mikla yfirburði liðið hefur í kvennaboltanum. Györ er nú ósigrað í 55 leikjum og er vandséð hvaða lið getur komið veg fyrir sigur þess í Meistaradeildinni í fjórða skiptið í röð.


Úrslit dagsins
Vipers 34-27 Rostov-Don (19-12)
Mörk Vipers:
Nora Mørk 9, Henny Reistad 7, Heidi Løke 5, Vilde Jonassen 4, Emilie Arntzen 3, Jana Knedlikova 3, Ragnhild Dahl 1, Marta Tomac 1, Sunniva Andersen 1.
Varin skot: Katrine Lunde 11.
Mörk Rostov: Grace Zaadi 8, Anna Lagerquist 5, Vladlena Bobrovnikova 5, Iuliia Managarova 4, Viktoriya Borschenko 2, Anna Sen 1, Katarina Krpez-Slezak 1, Milana Tazhenova 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 5.

Metz 26-26 Brest (14-17) (Samtals 50-60)
Mörk Metz: Camila Micijevic 7, Meline Nocandy 4, Manon Houette 4, Astrid N’gouan 3, Tjasa Stanko 2, Louise Burgaard 2, Jurswailly Luciano 2, Debbie Bont 1, Olga Perederiy 1.
Varin skot: Hatadou Sako 10, Dinah Eckerle 4.
Mörk Brest: Pauletta Foppa 6, Djurdjina Jaukovic 5, Ana Gros 4, Coralie Lassource 4, Sladjana Pop-Lazic 3, Isabelle Gullden 2, Alicia Toublanc 1, Namizata Fofana 1.
Varin skot: Sandra Toft 9, Agathe Quiniou 2.


Györ 24-21 Buducnost (10-11) (Samtals 54-40)
Mörk Györ: Eduarda Amorim 4, Veronika Kristiansen 4, Csenge Fodor 4, Dorottya Faluvegi 4, Kari Brattset 3, Anita Görbicz 3, Viktoria Lukacs 1, Estelle Nze Minko 1.
Varin skot: Silje Solberg 8, Amandine Leynaud 4.
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 7, Majda Mehmedovic 5, Allison Pineau 3, Ivona Pavicevic 2, Valeriia Maslova 2, Katarina Dzaferovic 1, Tatjana Brnovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 7, Armelle Attingre 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -