Vinstri hornamaðurinn Ihor Kopyshynskyi hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við bikarmeistara Aftureldingar. Kopyshynskyi gekk til liðs við Aftureldingu fyrir keppnistímabilið og hefur reynst hinn besti liðsstyrkur og m.a. skorað 61 mark í 19 leikjum Olísdeildarinnar. Einnig var Kopyshynskyi valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins í Poweradebikarnum á dögunum.
Kopyshynskyi, sem er Úkraínumaður, er öllum hnútum kunnugur hér landi eftir að hafa leikið hér á landi frá árinu 2016. Fyrst með Akureyri handboltafélagi og síðan Þór. Kopyshynskyi gekk til liðs við Hauka í upphafi síðasta árs eftir að hafa verið félagslaus um nokkurra mánaða skeið. Kopyshynskyi færði sig síðan um set í haust sem leið og gerðist liðsmaður Aftureldingar.
- Yngri landsliðin með stórhappdrætti til að fjármagna stórmót
- Karlar – helstu félagaskipti 2025
- Stórsigur á Eistlendingum – annað sæti riðilsins blasir við
- Lögðu Pólverja í morgun – næsti leikur við Eistland
- Alexander hættir keppni eftir langan feril