Afturelding lagði Grill 66-deildarlið Gróttu með 11 marka mun, 31:20, æfingaleik í karlaflokki í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Bæði lið hafa tekið nokkrum breytingum auk þess sem aðrir þjálfarar hafa tekið við stjórn liðanna. Stefán Árnason er nú hæstráðandi hjá Aftureldingu og Davíð Örn Hlöðversson er þjálfari Gróttu.
„Við vorum með yfirhöndina allan leikin og liðinu var vel rúllað. Virkilega gaman að sjá alla ungu uppöldu leikmennina á vellinum. Leikurinn endaði 20-31 fyrir okkur en næsti leikur liðsins er klukkan 11:30 á Laugardag í Valsheimilinu,“ segir í tilkynningu Aftureldingar í kvöld.
Þetta var annar æfingaleikur Aftureldingar á skömmum tíma. Á síðasta laugardag tapaði Afturelding fyrir ÍR að Varmá.