- Auglýsing -
Handknattleiksdeild Víkings hefur gert tveggja ára samning við Mosfellinginn Stefán Scheving Th. Guðmundsson. Stefán er 21 árs og kemur frá uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.
Stefán er rétthentur útileikmaður sem var í hóp í öllum leikjum meistaraflokks í Aftureldingu auk þess lék hann alla leikina í Ungmennaliðinu og skoraði þar 6 mörk að meðaltali í leik.
Spennandi leikmaður
„Það eru vissulega stórt skref að taka að fara frá uppeldisfélagi sínu en jafnframt gleðiefni að næsti áfangastaður hans sé Víkingur. Stefán er afar spennandi leikmaður með mikinn sprengikraft og góða handboltahugsun,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings.
- Auglýsing -